Verkefnastjóri og aðstoðarkonur óskast til starfa

Ég er rúmlega tvítug kona með þroskahömlun/einhverfu og leita eftir aðstoðarkonum á aldrinum 20-35 ára í spennandi og krefjandi starf. Ég bý á Suðurnesjum og fer daglega í Hæfingu. Ég þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs til að lifa eins sjálfstæðu lífi og kostur er, sbr. lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Um er að ræða dag-, kvöld og næturvaktir á virkum dögum og um helgar. Unnið verður eftir hugmyndafræðinni um notendastýrða persónulega aðstoð.

Starfs- og ábyrgðarsvið verkefnastjóra
- Dagleg stýring og gerð þjónustuáætlunar
- Yfirumsjón með vöktum aðstoðarkvenna
- Samskipti við þjónustuaðila s.s. félagsþjónustu, Hæfingarstöð ofl.
- Skipulag fræðslu og ráðgjafar til aðstoðarkvenna
- Vaktir og aðstoð við athafnir daglegs lífs

Menntun og hæfniskröfur vegna starfs verkefnastjóra
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. þroskaþjálfun eða fötlunarfræði
- Góð reynsla á sviði málefna fólks með fötlun
- Jákvæðni, virðing, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Hreint sakavottorð
- Reyklaus
- Bílpróf

Starfs- og ábyrgðarsvið aðstoðarkvenna
- Aðstoð við athafnir dagslegs lífs m.a. hreinlæti, klæðnað, matargerð, tiltekt og keyrslu
- Aðstoð við þátttöku í samfélaginu s.s. tómstundir og félagslíf
- Vinna samkvæmt þjónustuáætlun
- Auka lífsgæði og sjálfstæði

Hæfniskröfur vegna starfa aðstoðarkvenna
- Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða reynslu á sviði málefna fólks með fötlun
- Jákvæðni, virðing, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Hreint sakavottorð
- Reyklaus
- Bílpróf

Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2013. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Kolfinna Magnúsdóttir talsmaður í síma 864-9192 eða Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi í síma 420-7555. Einnig má senda fyrirspurnir á kolfinnasm@simnet.is eða gudrun@sandgerdi.is

Umsóknir og ferilskrár  þar sem tilgreindir eru 2-3 meðmælendur sendist á ofangreind netföng.