Staða og framtíð sveitarfélagaFyrr í vikunni boðaði verkefnastjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins fulltrúa sveitarfélaganna á Suður-nesjum til samráðsfundar.
Iðkendur hjá sunddeild Þróttar Vogum fengu myndarlega gjöf í vikunni þegar Sandra Björk frá Laugarásbíó afhenti Þrótti Vogum sundhettur að gjöf frá Laugarásbíó.
Leikskólakennari óskast til starfaHeilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða leikskólakennara í 75% starf sem fyrst.Ef leikskólakennari fæst ekki til starfa þá koma aðrir umsækjendur til greina.Umsóknum skal skila á netfangið leikskoli@vogar.is eða sækja um á heimasíðu leikskólans http://sudurvellir.leikskolinn.is fyrir 22.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 23.febrúar í Álfagerði kl.20:00.Dagskrá fundarins er eftirfarandi:-Formaður félagsins setur fundinn-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari-Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp-Skýrsla stjórnar-Ársreikningur 2016 lagður fram til samþykktar-Kosning formanns og stjórnarmeðlima-Önnur málLátum íþróttamál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða.
Orðsending vegna framkvæmda við sjóvarnir norðan MarargötuÁ næstunni hefjast framkvæmdir við hækkun og styrkingu sjóvarnar á um 150 m kafla norðan Marargötu.Búast má við að framkvæmdin muni hafa í för með sér einhver óþægindi fyrir íbúa á svæðinu meðan á henni stendur.
Tilkynningar vegna veðurs8.feb 2017 - 8.feb 2017Ferðir frá Keflavíkurflugvelli klukkan 09:55 og 11:55 falla niður vegna veðurs.Ferðin frá Firði klukkan 10:53 fellur niður vegna veðurs.
Samgöngustofa upplýsti sveitarfélagið á dögunum um að beiðni hefði borist frá Icelandair um flugprófanir í Hvassa-hrauni.Tilgangurinn er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í Hvassahrauni.
Frestur til að sækja um frístundastyrk fyrir vorönn 2017 er til 1. febrúar nk.Greitt verður 15. febrúar 2017.Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu• Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum.• Að styrkþegi sé á aldrinum 16 ára og yngri miðað við fæðingarár.
Ertu góður félagi?Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir samstarfi við einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa mikinn áhuga á starfi með börnum og ungmennum.