Orðsending vegna
framkvæmda við sjóvarnir
norðan Marargötu
Á næstunni hefjast framkvæmdir við hækkun og styrkingu sjóvarnar á um
150 m kafla norðan Marargötu.
Búast má við að framkvæmdin muni hafa í för með sér einhver óþægindi fyrir íbúa á svæðinu meðan á henni stendur. Aðkoma að framkvæmdasvæðinu verður í enda Marargötu og mun umferð vörubíla með þungaflutninga vera um Hafnargötu, Egilsgötu og Marargötu.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á því ónæði sem af framkvæmdinni hlýst. Reynt verður eftir föngum að haga framkvæmdinni þannig að sem minnst óþægindi verði fyrir íbúa. Þess er jafnframt óskað að íbúar sýni biðlund meðan á henni stendur.
Verklok eru áætluð eigi síðar en 15. maí 2017.
Sveitarfélagið Vogar