Sveitarfélagið Vogar auglýsir forkynningu á tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar íbúabyggðar ofan við Dali, nánar tiltekið svæði ÍB-5 í gildandi aðalskipulagi.
Sveitarfélagið Vogar auglýsir hér með skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Breyting á aðalskipulagi felst í því að fallið er frá skilgreiningu svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ-9 við Kirkjuholt. Í stað þess verður skipulögð íbúðarbyggð á hluta rúmlega 1 ha reit við Kirkjuholt og miðhluti holtsins verði skilgreindur sem opið svæði.