Úthlutun úr Mennta-, menningar og afrekssjóði Sveitarfélagsins Voga fór fram við hátíðlega athöfn á 17. júní. Tilgangur sjóðsins er að hlúa að menntun og menningu sem og að veita viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum, menningu og listum.
Að þessu sinni voru það þrír nemendur úr 10. bekk Stóru-Vogaskóla sem hlutu viðurkenningu og styrk fyrir framúrskarandi árangur í námi við útskrift.
Verðlaunahafarnir eru þau Júlía Teresa Radwanska, Bragi Hilmarsson og Sesselja Dögg Sigurðardóttir.