Í dag komu til okkar þau Kristján og Soffía frá Rauða krossinum og kenndu skyndihjálp. Þau fóru yfir öll helstu atriði í fyrstu hjálp og fengu krakkarnir m.a. að æfa sig í hjartahnoði og beitingu Heimlich aðferðarinnar sem notuð er þegar aðskotahlutur situr fastur í hálsi. Það var farið vel yfir notkun hjartastuðtækja og fengu krakkarnir að vita hvar megi nálgast hjartastuðtæki í bæjarfélaginu. Einnig lærðu krakkarnir læsta hliðarlegu og fleira og fleira. Þetta var afskaplega vel heppnað og krakkarnir voru mjög áhugasöm og okkur öllum til sóma.