209. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 30. júní 2023 og hefst kl. 12:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá:

 

Almenn mál

1. 2306010 - Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs 2023

Samkvæmt 7. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Voga skal kjósa forseta og tvo varaforseta til eins árs.

 

2. 2306011 - Kosning í bæjarráð til eins árs 2023

Samkvæmt 27. grein samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa bæjarráð árlega til eins árs, 3 aðalmenn og jafn marga til vara.

 

3. 2303040 - Kosning í nefndir og ráð 2023

Lagðar fram tillögur að breytingum á skipan í ráð og nefndir.

 

4. 2306015 - Fagháskólanám í leikskólafræði

Tekið fyrir 1. mál úr fundargerð 103. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 19. júní 2023:

Fagháskólanám í leikskólafræði - 2306015

Lagt fram erindi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri um fagháskólanám í leikskólafræð. Um er að ræða 60 ECTS nám með vinnu og skuldbinda sveitarfélög/leikskólar sem velja að taka þátt í verkefninu sig til þess að styðja við sitt starfsfólk sem sækir um og uppfyllir inntökuskilyrðin.

Samþykkt

Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið geri samning um þátttöku í verkefninu, sbr. fyrirliggjandi samningsdrög.

 

5. 2306028 - Samningur um launavinnslu

Þjónustusamningur við Suðurnesjabæ um aðkeypta launaþjónustu lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

 

6. 2306032 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2023

Lögð fram tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.

 

Fundargerðir til kynningar

7. 2306003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 379

8. 2306001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 378

9. 2305005F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 103

10. 2306002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 84

11. 2305009F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85

 

29.06.2023

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri