Líkt og áður hefur verið fjallað um þá var ákveðið að leggja sérstaka áhersla á að koma inn fræðsluefni og valdeflandi boðskap til þátttakenda í vinnuskólanum í ár. Af því tilefni kom Guðbjörg Kristmundsdóttir til okkar í morgun, en hún starfar sem formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Hún hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Líkt og gefur að skilja þá er um auðugan garð að gresja í þeim málefnum en hún lagði sérstaka áherslu á að koma til skila hagkvæmum og gagnlegum upplýsingum sem nýtast ungafólkinu er þau stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Guðbjörg ætlar svo að koma til okkar aftur næstkomandi mánudag og halda áfram að fræða okkur um réttindi og skyldur á vinnumarkaðnum.