Auglýsing um skipulagsmál

Sveitarfélagið Vogar auglýsir hér með skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Breyting á aðalskipulagi felst í því að fallið er frá skilgreiningu svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ-9 við Kirkjuholt. Í stað þess verður skipulögð íbúðarbyggð á hluta rúmlega 1 ha reit við Kirkjuholt og miðhluti holtsins verði skilgreindur sem opið svæði.


Samhliða breytingu á aðalskipulagi er auglýst tillaga að deiliskipulagi Kirkjuholts skv. 41. gr. skipulagslaga. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulagi.


Aðalskipulagsbreytingu má nálgast hér

Deiliskipulagsuppdrátt má nálgast hér

Greinargerð deiliskipulags má nálgast hér

 

Íbúar og hagmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi tillögurnar á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is til og með 7. ágúst 2023.

Skipulags- og byggingarfulltrúi