Gasmengun - fólk haldi sig innadyra og loki gluggum. Því er spáð að með kvöldinu og í nótt geti borist þó nokkur gasmengun frá gossvæðinu og að loftgæði geti orðið rauð eða óholl. Við slíkar aðstæður eru einstaklingar hvattir til að dveljast innandyra og loka gluggum. Á vefnum www.loftgaedi.is má finna upplýsingar um loftgæði í Vogum og viðbrögð við loftmengun frá eldgosum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum og loka gluggum fyrir nóttina.
10. júlí 2023