Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga voru haldnir 14.- 17.ágúst sl.í brakandi blíðu.Þar var margt um manninn og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hátíðin byrjaði á fimmtudeginum með fjölskyldudagsgolfi.
Á föstudeginum var ný og glæsileg áhorfendastúka vígð og svo tók við brekkusöngur í Aragerði undir stjórn Ingó Veðurguðs.
Laugardagurinn var stútfullur af viðburðum og má þar t.d nefna, hoppukastalar, bílasýning, Brúðubíllinn, söng- og hæfileikakeppni, sápuboltamót, fjársjóðsleit og margt fleira.
22. ágúst 2014