Á nýafstaðinni fjölskylduhátíð í Sveitarfélaginu Vogum voru fjögur ný fræðsluskilti sett upp.
Á skiltunum er að finna sögulegan fróðleik um áhugaverða staði í sveitarfélaginu. Textinn á skiltunum er bæði á íslensku og ensku, auk þess sem nokkrar ljósmyndir prýða hvert skilti.
Á skiltunum er einnig strikamerki sem unnt er að skanna á snjallsíma, og opnast þá vefsíða með frekari upplýsingum um viðkomandi stað.
Skiltin eru staðsett við Arahólsvörðu og Aragerði, Eyrarkotsbakka, Stóru-Voga og Sæmundarnef.
Framkvæmdin hlaut styrk úr Menningarsjóði Suðurnesja auk þess sem sveitarfélagið styrkti verkefnið. Hilmar Egill Sveinbjörnsson kennari, landfræðingur og söguáhugamaður var hvatamaður og umsjónarmaður verkefnisins.
Hér fyrir neðan má skoða skiltin: