Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Sumarstörf í Vogum 2015

Sumarstörf í Vogum 2015

Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu sumarið 2015.Stöður flokkstjóra í vinnuskólaFlokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna.
Vogastrætó - ferðir falla niður í dag

Vogastrætó - ferðir falla niður í dag

Vegna vonskuveðurs falla ferðir Vogastrætó (Leið 87) niður í dag, athugað verður með ferð kl.18:05 frá Gamla Pósthúsinu. Tekið af heimasíðu Strætó.is: Farþegar athugið: Búist er við vonskuveðri með samgöngutruflunum á landinu í dag, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.
Maris tekur þátt í Hönnunarmars 2015

Maris tekur þátt í Hönnunarmars 2015

Maris, hönnunarklasi Suðurnesja tekur þátt í Hönnunarmars 2015 í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvang en þar verður kynntur skapandi kraftur af Reykjanesi. Sýningin verður í Höfuðborgarstofu og mun fagráð velja inn þátttakendur en forgang hafa félagar í Maris. Leitað er til hönnuða á Suðurnesjum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og er þeim bent á að hafa samband við Söru Dögg Gylfadóttur á netfangið sara.dogg@simnet.is eða í síma 699 2604.
Öskudagurinn 2015

Öskudagurinn 2015

Það var mikið um dýrðir þegar öskudagurinn var haldinn hátíðlegur 18.febrúar sl.Kötturinn var sleginn úr tunnunni og skemmtu krakkarnir sér í hoppukastölum og risarólu.
Breytt tímatafla hjá Strætó

Breytt tímatafla hjá Strætó

Strætó hefur gert lítils háttar breytingu á tímatöflu leiðar 87.Ferðin sem var kl.09:30 hefur verið færð til kl.08:42 og ferðin sem var kl.
Öskudagsskemmtun í Íþróttamiðstöðinni

Öskudagsskemmtun í Íþróttamiðstöðinni

Öskudagsskemmtun verður haldin miðvikudaginn 18.febrúar í íþróttamiðstöðinni og kostar kr.200 inn.Gleðin hefst kl.15:30 þegar kötturinn verður sleginn úr tunnunni.
Kjörnir fulltrúar á skólabekk

Kjörnir fulltrúar á skólabekk

Laugardaginn 6.febrúar sl. var haldið námskeið fyrir bæjarfulltrúa og nefndarmenn sveitarfélagsins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, sem jafnframt er menntaður stjórnsýslufræðingur, hélt námskeiðið. Þátttaka var góð eins og sést á meðfylgjandi myndum.        .
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar Vogum fór fram á dögunum.  Björn Sæbjörnsson sá um fundarstjórn og Gunnar Helgason var fundarritari, leystu þeir það vel af hendi. Marteinn Ægisson formaður deildarinnar fór yfir skýrslu stjórnar og Gunnar Helgason fór yfir reikninga stjórnar sem voru samþykktir.
Breyting á tímatöflu leiðar 55

Breyting á tímatöflu leiðar 55

Sú breyting hefur nú verið gerð á tímatöflu leiðar 55 að ferð kl.10:17 frá Vogaafleggjara til Reykjanesbæjar hefur verið felld niður. Ferðin kl.
Álagning ársins 2015

Álagning ársins 2015

Álagningaseðlar frá Sveitarfélaginu Vogar eru rafrænir og hægt er að nálgast þá á vefnum Ísland.is. Á "mínum síðum" á http://island.is hefur fólk aðgang að ýmsum upplýsingum. Til að skrá sig inn þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkum. Sveitarfélagið Vogar mun þó senda einstaklingum 67 ára og eldri og fyrirtækjum álagninga- og greiðsluseðla í bréfapósti. Við bendum á að greiða má boðgreiðslur með kreditkortum.