Knattspyrnuskóli Þróttar fyrir stráka og stelpur !

Knattspyrnudeild Þróttar kynnir með stolti frábært námskeið með frábæru fólki sem ætlar að kenna þessa daga.

Námskeið fyrir börn fædd 2003-2009, (6-12 ára)
Námskeið er frá 9. til 12. Júní (4 dagar)

Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá kl. 13:00-16:00.
Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri.
Áhersla er lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi.
Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar og leikgleði höfð í fyrirrúmi.
Dagskráin er brotin upp reglulega, farið í ferðir og auk þess heimsóknir frá þekktu
knattspyrnufólki verða á döfinni.


Verð fyrir námskeið: 7000 kr.
SYSTKYNAAFSLÁTTUR 4500kr fyrir næsta barn.
Skráning á námskeið hefst 22. maí næstkomandi í gegnum netfangið
marteinn@throttur.net
Viðurkenning og pizzaveisla í lok námskeiðs.


Stjórnendur og leiðbeinendur:
Kennarar verða:
Ólína Viðarsdóttir Landsliðskona: Ein af okkar fremstu knattspyrnukonum sem við
íslendingar höfum átt. Varð íslands og bikarmeistari hér heima á sínum ferli. Lauk
atvinnuferlinum með Chelsea haustið 2013. Spilar í dag í Pepsídeildinni.
Hallur Ásgeirsson yngriflokkaþjálfari hjá Fjölni: Hallur hefur þjálfað yngriflokka hjá
HK, Val og í dag er hann hjá Fjölni og hefur verið þar síðustu árin. Hallur hefur getið sér
gott orð bæði sem leikmaður og yngriflokkaþjálfari.
Andri Steinn Birgisson: Andri Steinn er þjálfari meistaraflokks Þróttar í dag og ætlar að
vera með skemmtilegar knattþrautir fyrir alla. Andri hefur spilað á sínum ferli með Fram,
Keflavík og Grindavík í efstu deild.
Einnig koma leikmenn meistaraflokks Þróttar og annara liða í heimsókn og yngriflokkaþjálfarar félagsins.
Jón Ásgeir: Jón hefur verið þjálfari hjá félaginu síðustu árin og mun leiða námskeiðið.
Við hvetjum alla til skrá sig.