Umhverfisvika Sveitarfélagsins Voga framlengd

Vegna góðrar þáttöku hefur verið ákveðið að framlengja umhverfisviku Sveitarfélagsins Voga til 5. júní næstkomandi.


• Hægt er að losa jarðveg og garðúrgang í jarðvegsgám við Iðndal 9.
• Ruslapokar sem skildir eru eftir við lóðarmörk verða teknir hjá þeim sem þá þjónustu þurfa. Vinsamlegast gangið vel og snyrtilega frá pokum (pokar með garðaúrgang).
• Íbúar á Vatnsleysuströnd eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu og óska eftir því að pokar verði hirtir.
• Gámur fyrir spilliefni s.s. rafgeyma er staðsettur á gámasvæðinu.
• Mjög mikilvægt er að flokka allt rusl, járnarusl sérstaklega. Einnig verður boðið uppá að fjarlægja járnarusl s.s. bílhræ eða annað sambærilegt. Hafa verður samband við skrifstofu og biðja um að láta fjarlægja járnarusl.

Opnunartími gámasvæðis Kölku við höfnina

Þriðjudaga 17-19
Fimmtudaga 17-19
Föstudaga 17-19
Sunnudaga 12-16

Símanúmer bæjarskrifstofu: 440-6200