Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.
Fulltrúar UMFÍ, ungmennafélagsins Þróttar Vogum og sveitarfélagsins Voga skrifuðu í gær undir samning um Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í í Vogum í sumar. Boðið verður upp á klassískar greinar, pönnukökubakstur, brennó og margt fleira. Búist er við fjölmennasta mótinu frá upphafi.
Almannavarnir hafa óskað eftir því að tunnur við heimili í Grindavík verði tæmdar á morgun, föstudag. Að sjálfsögðu viljum við leggja okkar af mörkum til þess að létta undir með nágrönnum okkar í Grindavík og höfum fengið Íslenska Gámafélagið og Terra með okkur í lið til þess að ráðast í þetta verkefni.