Á dögunum var Sveitarfélaginu Vogum veitt endurnýjun vottunar á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins fyrir árin 2024-2027 af vottunarfyrirtækinu iCert og uppfyllir sveitarfélagið því kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.
Matarleifarnar þínar hafa breyst í moltu handa þér!
Kalka býður íbúum að nálgast moltu að Hafnargötu 101, Vogum, föstudaginn 3. maí eða á meðan birgðir endast.
Viltu vera á umhverfisvaktinni með okkur og fá greitt fyrir það?
Samstarfsverkefni fyrirtækja, sveitarfélagsins og félagasamtaka um umhirðu í og við Voga. Félögum, samtökum og hópum stendur til boða að sjá um hreinsun á skilgreindum svæðum í Vogum gegn fjárstyrk. Aðeins fimm hópar komast að í hvert skipti. Á hverju svæði er lögð áhersla á að hreinsa rusl og drasl í og við þéttbýli Voga.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 30. apríl. Sveitarfélagið hvetur íbúa til virkrar þátttöku á deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Svo er náttúrulega tilvalið að plokka alla daga ársins!