Á dögunum var Sveitarfélaginu Vogum veitt endurnýjun vottunar á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins fyrir árin 2024-2027 af vottunarfyrirtækinu iCert og uppfyllir sveitarfélagið því kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.
Sveitarfélagið Vogar leggur áherslu á að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og að einstaklingar hafi jöfn tækifæri í starfi óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Jafnlaunavottunin hvetur okkur til að tryggja að stefnu sveitarfélagsins sé framfylgt og munum við áfram viðhalda stöðugum umbótum á kerfinu.