Viltu vera með á umhverfisvaktinni 2024?

Viltu vera með á umhverfisvaktinni 2024?

Viltu vera á umhverfisvaktinni með okkur og fá greitt fyrir það?

Samstarfsverkefni fyrirtækja, sveitarfélagsins og félagasamtaka um umhirðu í og við Voga. Félögum, samtökum og hópum stendur til boða að sjá um hreinsun á skilgreindum svæðum í Vogum gegn fjárstyrk. Aðeins fimm hópar komast að í hvert skipti. Á hverju svæði er lögð áhersla á að hreinsa rusl og drasl í og við þéttbýli Voga.

Hóparnir sem verða fyrir valinu þurfa að hreinsa sitt svæði tvisvar sinnum á árinu, einu sinni á tímabilinu 6. maí–6. júní og aftur á tímabilinu 1.–30. september. Miðað er við að greiðsla fyrir hvert svæði sé 75.000 kr. skiptið, samtals 150.000 kr. hámark fyrir hvert svæði.

Umhverfis- og skipulagssvið mun halda utan um verkefnið, leggja til plokktangir, ruslapoka, hafa eftirlit með framkvæmd og vinnu á hverju svæði fyrir sig, meta hvernig er staðið er að framkvæmd og koma með tillögur til úrbóta ef ástæða þykir til og sjá um að koma ruslinu til förgunar.

Fyrirtæki og framkvæmdaraðila í Vogum hafa tekið vel í verkefnið og munu styrkja viðkomandi hópa með ofangreindrum fjárstyrk.

Hver getur verið á umhverfisvaktinni?

Verkefnið er opið öllum félögum, samtökum og hópum í sveitarfélaginu. Leitast er við að velja hópa með fjölbreytilega starfsemi til verksins.

Hver hópur þarf hópstjóra sem sér um samskipti við bæinn. Skipulagt er í samráði hvenær farið er í hreinsun og hvernig staðið verður að henni. Ef hópar sem eru skipaðir börnum eða unglingum sækja um þátttöku er skilyrði að hópstjóri sé fullorðinn og að fullorðnir starfi með börnunum við hreinsunina.

Í umsókn hópa þurfa meðfylgjandi upplýsingar að koma fram:

  • Nafn félags, samtaka eða hóps.
  • Helstu markmið og tilgangur félagsins
  • Fjöldi félaga og aldursdreifing (börn, unglingar og fullorðnir)
  • Hverjir munu vinna verkið (ef barna/unglinga hópur, hverjir vinna með þeim)
  • Hvernig nota á styrkinn
  • Óskir um svæði ef einhverjar eru
  • Nafn og upplýsingar um hópstjóra (heimilisfang, sími, netfang)

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2024. Umsóknir skulu berast á netfangið umhverfisdeild@vogar.is

Bætt ásýnd og jákvæðari ímynd Voga öllum til góða
Hættum aldrei á umhverfisvaktinni!