Vinnuskólinn - 2007 krakkar hefja vinnu á mánudaginn 27. maí

Á mánudaginn næsta, þann 27. maí er fyrsti vinnudagur vinnuskólans fyrir krakka fædda 2007. Mæting er í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Iðndal 4, kl. 8:00. 
8., 9. og 10 bekkur mun hefja störf þann 10. júní.

Vinnutími vinnuskólans er:

8. bekkur: Mánudag til fimmtudaga frá 8:00 - 12:00

9., 10., og 11. bekkur:

Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00

Minnum á:

  • Að klæða sig eftir veðri, öllum er ráðlagt að hafa með sér bakpoka með nesti og merkja fatnað, skó og stígvél.
  • Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum yfirmanna.
  • Foreldrar/forráðamenn skulu tilkynna beint til yfirflokkstjóra um veikindi eða leyfi í síma 855-6234, Lilja.

 

Yfirflokkstjóri Vinnuskólans er Lilja, sími: 855-6234. Öll erindi varðandi Vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beint til hennar.

Hér má nálgast handbók vinnuskólans 2024