Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+

Nú styttist óðfluga í Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í Vogum dagana 6. - 9. júní. Í ár fer landsmótið fram í Vogum í samstarfi við Ungmennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga. 

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. 

Fjöbreytt dagskrá og keppnisgreinar við allra hæfi

Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á fjölda greina fyrir þátttakendur sem verða 50 ára á árinu. Einnig verður opið fyrir yngri mótsgesti í völdum greinum en alls verður keppt í 19 greinum á mótinu. Á meðal greina sem keppt verður í á landsmótinu í ár eru boccia, frjálsar íþróttir, frisbígolf, hjólreiðar, golf, skák, hlaup, stígvélakast og pönnukökubakstur. Yfirlit yfir keppnisgreinar á mótinu má nálgast hér á vef UMFÍ: Keppnisgreinar

Búið að panta sól og blíðu

Samkvæmt Guðmundi Stefán Gunnarssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins er undirbúningur í fullum gangi og gengur vel. Að mörgu er að hyggja í aðdraganda svo stórs viðburðar og er stór og öflugur hópur sem kemur að undirbúningi mótsins í ár. "Við eigum von á fjölda gesta á landsmótið enda dagskráin fjölbreytt og eitthvað í boði fyrir alla. Við gerum því ráð fyrir miklu fjöri í Vogum dagana 6-9. júní næstkomandi og auðvitað erum við búin að tryggja að sólin skíni skært og varpi silfri á Voga á meðan á hátíðinni stendur"  segir Guðmundur Stefán sem hvetur bæjarbúa til að taka virkan þátt og skrá sig til leiks.

Allt um mótið á og viðburðina á því á www.umfi.is

SKRÁ MIG Á LANDSMÓT UMFÍ 50+

Smelltu á hnappinn til þess að skrá þig!

SMELLTU HÉR