Laugardaginn 1. júní 2024
Kjörskrá liggur frammi almenning til sýnis, frá föstudeginum 10. maí fram að kjördegi, á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2.
Á dögunum var Sveitarfélaginu Vogum veitt endurnýjun vottunar á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins fyrir árin 2024-2027 af vottunarfyrirtækinu iCert og uppfyllir sveitarfélagið því kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.
Matarleifarnar þínar hafa breyst í moltu handa þér!
Kalka býður íbúum að nálgast moltu að Hafnargötu 101, Vogum, föstudaginn 3. maí eða á meðan birgðir endast.
Viltu vera á umhverfisvaktinni með okkur og fá greitt fyrir það?
Samstarfsverkefni fyrirtækja, sveitarfélagsins og félagasamtaka um umhirðu í og við Voga. Félögum, samtökum og hópum stendur til boða að sjá um hreinsun á skilgreindum svæðum í Vogum gegn fjárstyrk. Aðeins fimm hópar komast að í hvert skipti. Á hverju svæði er lögð áhersla á að hreinsa rusl og drasl í og við þéttbýli Voga.