Til að styðja við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu var brugðist við áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga um lækkun gjaldskráa sem snúa að barnafjölskyldum.
Samþykkt var í bæjarráði þann 17. júlí sl. með fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi bæjarstjórnar, að frá og með 1. september 2024 lækki gjaldskrár er varða þjónustu við barnafjölskyldur um 5% í sveitarfélaginu.
Í töflunni hér að neðan má sjá hverjar breytingar verða: