Loftgæði í Vogum hafa farið upp í rauð undanfarna tíma og spáin gefur til kynna að mökkurinn komi til með að liggja yfir bænum meira og minna í allan dag.
Við minnum íbúa á að við slíkar aðstæður skyldi forðast áreynslu utandyra og að þeir sem hafi tök á haldi sig innandyra. Börnum, einstaklingum með lungna- eða hjartasjúkdóma og viðkvæmum er ráðlagt að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.
Frekari upplýsingar eru á www.loftgæði.is
Loft verður tekið úr ærslabelgnum um helgina. Er það gert vegna loftgæða, en einnig vegna nornahára sem hafa borist frá gosstöðvum sem börn geta skorið sig á og geta jafnframt skemmt belginn.
Ærslabelgurinn við Hafnargötu