Dagskrá bæjarstjórnarfundar

223. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 28. ágúst 2024 og hefst kl. 17:00.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Almenn mál

1.  2104030 - Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál
Tekið fyrir 1. mál á dagskrá 62. fundar skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

Málið tekið fyrir að nýju eftir yfirferð hjá Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aftur tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.  2407030 - Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi - Hrafnaborg 1
Tekið fyrir 4. mál á dagskrá 62.fundar skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Breyting á deiliskipulagi - Hrafnaborg 1.

Tasof ehf. óskar óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingarnar gera ráð fyrir að byggingareitur við Hrafnaborg 1 færist um 2 metra til norð-austurs.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.  2408023 - Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrafnaborg 2,4,6 og 8
Tekið fyrir 5. mál á 62. fundi skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrafnaborg 2,4,6 og 8.

Róbert Páll Lárusson, fyrir hönd Hrafnaborg 2-8 ehf., óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í stækkun á byggingareit á lóðunum Hrafnaborg 2, 4, 6 og 8.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.  2211023 - Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)
Tekið fyrir 1. mál á 59. fundi skipulagsnefndar frá 16. apríl: Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði).

Tekið fyrir að nýju að loknu auglýsingaferli í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt samningsdrögum að samkomulagi varðandi seinni áfanga svæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum umsagna en engar athugasemdir bárust. Nefndin telur umsagnirnar ekki gefa ástæðu til breytinga á deiliskipulagstillögu. Samkomulag milli Sveitarfélagsins Voga og Grænubyggðar var kynnt fyrir skipulagsnefnd og vísar nefndin því til bæjarráðs. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillöguna skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010
Ívar Pálsson lögmaður sveitarfélagsins og Ómar Ívarsson frá Landslag ehf. sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

5.  2104026 - Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040
Tekið fyrir 2. mál á dagskrá 62. fundar skipulag skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Endurskoðun aðalskipulags 2024- 2040 - 2104026

Áframhaldandi vinna vegna breytinga á aðalskipulagi. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Ómar Ívarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.


Fundargerðir til kynningar

6.  2408004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 406
7.  2408001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 405
8.  2406004F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 115
9.  2407002F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 404
10.  2406002F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 62
11.  2408002F - Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23