Upplýsingar um loftmengun vegna eldgoss og viðbrögð

Við hvetjum íbúa eins og áður til að fylgjast með loftgæðum á meðan eldgosi varir á www.loftgaedi.is. Mælarnir tveir sem staðsettir eru í Vogum mæla mismunandi tegundir gosmengunar og því eðlilegt að litakóðarnir sem birtast séu ekki í sama lit. Taka skal mark á ‏þeim mæli sem sýnir verri loftgæði hverju sinni.

Einnig bendum við á að neðst á síðunni í vinstra horni eru gagnlegar upplýsingar um ráðlögð viðbrögð miðað við mismunandi litakóða mæla, þ.e. þegar smellt er á ,,Viðbrögð við loftmengun frá eldgosum“. Við hlið þess flipa er hægt að velja ,,Dreifilíkan gosmengunar“ þar sem er að finna hlekki inn á gosmengunarspár (sjá á mynd að ofan )

Ítarlegri upplýsingar um hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar fólks og hvernig hægt er að verja sig og sína nánustu gegn loftmengun á tímum eldgosa má finna hér:
https://www.vogar.is/static/files/Auglysingar/haetta-a-heilsutjoni-vegna-loftmengunar_4._utg_november.pdf