Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða drífandi og vel skipulagðan einstakling í starf verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði. Starfið er fjölbreytt og spennandi og heyrir undir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Um er að ræða 100% starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Verkefni umhverfis- og skipulagssviðs hafa aukist að umfangi samhliða örum vexti sveitarfélagsins og mun verkefnastjóri í samráði við sviðsstjóra meðal annars taka þátt í að formgera ferla og vinnulag innan sviðsins.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
25. apríl 2025