Laust starf umsjónamanns leikjanámskeiðs

Umsjónaraðili leikjanámskeiðs

Sveitarfélagið Vogar leita að umsjónarmanni leikjanámskeiðs sumarið 2025! Við bjóðum upp á spennandi og lifandi starf þar sem þú færð tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á börn.
Ef þú hefur reynslu af starfi með börnum, ert með skipulagshæfni og með leiðtogaeiginleika, þá er þetta starfið fyrir þig!

Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007
Tekið er við umsóknum á netfanginu gudmundurs@vogar.is

Um starfið:
Leikjanámskeiðið er hluti af sumarstarfi fyrir börn í Vogum. Umsjónaraðili ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd á skemmtilegu og fræðandi námskeiði fyrir börn, sem miðar að því að örva leik, sköpun og samvinnu.

Helstu verkefni:
• Skipulag og framkvæmd leikjanámskeiðsins
• Umsjón með dagskrá og tryggja öryggi á námskeiðinu
• Stjórnun og þátttaka í leikjum og öðrum viðfangsefnum
• Samskipti við foreldra og forsjáraðila
• Leiðsögn og samvinna við aðstoðarfólk

Hæfniskröfur:
• Reynsla af vinnu með börnum og unglingum
• Skipulagshæfni og frumkvæði
• Hæfni í samskiptum og leiðtogahæfileikar
• Jákvæð og skapandi hugsun
• Færni í að vinna í teymi
• Góð tungumálakunnátta (íslenska skilyrði, enskukunnátta kostur)
• Reynsla af íþróttum, leikjum eða listsköpun er kostur
• Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007
• Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá


Tekið er við umsóknum á netfanginu gudmundurs@vogar.is.