Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða drífandi og vel skipulagðan einstakling í starf verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði. Starfið er fjölbreytt og spennandi og heyrir undir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Um er að ræða 100% starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Verkefni umhverfis- og skipulagssviðs hafa aukist að umfangi samhliða örum vexti sveitarfélagsins og mun verkefnastjóri í samráði við sviðsstjóra meðal annars taka þátt í að formgera ferla og vinnulag innan sviðsins.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn um starfið þarf að ítarlegt starfsferlilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Umsóknum skal skilað á https://alfred.is/starf/verkefnastjori-a-umhverfis-og-skipulagssvidi
Umsóknafrestur er til 18. maí
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri, gudrun.olafsdottir@vogar.is
Sveitarfélagið Vogar er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar tæplega 1.900 talsins. Talsverð uppbygging á sér stað i sveitarfélaginu sem hefur vaxið ört. Sveitarfélagið Vogar er mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins en býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna.