Eldgos hafið - Íbúar hvattir til að fylgjast með loftgæðum

Neyðarstjórn hefur fundað vegna eldgoss sem hófst núna í morgunsárið, 1. apríl.

Eins og staðan er núna eru loftgæði í lagi.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með í fjölmiðlum og loftgæðum inn á www.loftgaedi.is á meðan gosinu stendur og skoða styrk brennisteinsdíoxíðs SO2. Inni á loftgaedi.is er einnig að finna ráðleggingar um viðbrögð við mismunandi styrk mengunar.

Upplýsingar um stöðuna verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins reglulega þar til eldgosinu lýkur.

Til viðbótar þá er hægt að fylgjast með gasmengunarspám frá Veðurstofu Íslands og Belgingi á tenglum hér að neðan:

https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

https://gos.belgingur.is/