Laus störf flokkstjóra í vinnuskóla

Flokkstjóri við Vinnuskóla

Vinnuskólinn í Sveitarfélaginu Vogum auglýsir eftir flokkstjórum í Vinnuskólann fyrir sumarið 2025.

Vinnuskóli sveitarfélagsins starfar frá maí til ágúst ár hvert. Þar gefst ungmennum kostur á að vinna við fjölbreytt störf. Í skólanum er meðal annars kennt að vinna verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu. 

Flokkstjórar starfa undir verkstjórn verkstjóra vinnuskóla og garðyrkjufræðings sveitarfélagsins.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að stýra starfi ungmenna.
  • Kenna ungmennum rétt vinnubrögð og samskipti á vinnustað.
  • Ábyrgð á tímaskráningu ungmenna.
  • Tryggja öryggi sitt og ungmenna við störf.
  • Vinna að fegrun bæjarins.
  • Vera leiðtogi og leiðbeinandi ungmenna.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með ungmennum æskileg.
  • Stundvísi og góð mæting skilyrði.
  • Vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu skilyrði.
  • Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára á árinu.
  • Kröftugur leiðtogi.
  • Jákvæðni og útsjónarsemi í starfi