Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga 2025

Menningaverðlaunin 2024
Menningaverðlaunin 2024

Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga 2025

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga óskar eftir tilnefningum til menningarverðlauna sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal þann 17. júní 2025.

Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða félagi sem hefur með framlagi sínu auðgað menningar- og félagslíf í sveitarfélaginu á eftirtektarverðan hátt. Þetta getur verið í gegnum viðburði, verkefni, sjálfboðastarf eða aðra þátttöku sem stuðlar að fjölbreyttu og lifandi menningarlífi í Vogum.

Hægt er að tilnefna bæði einstaklinga og félög. Með hverri tilnefningu þarf að fylgja stutt greinargerð sem lýsir starfi og áhrifum viðkomandi undanfarin ár.

Tilnefningum skal skila í tölvupósti til íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið gudmundurs@vogar.is fyrir 12. maí 2025.

 

Reglur um menningarverðlaun má skoða hér