Laus staða verkstjóra í vinnuskóla

Verkstjóri í vinnuskóla

Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir verkstjóra í vinnuskóla fyrir sumarið 2025

Vinnuskólinn óskar eftir metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingum til að gegna stöðu verkstjóra í sumar. Starfið er tímabundið og varir í um 4 mánuði á tímabilinu maí til ágúst.

Um er að ræða skemmtilegt starf með ungu fólki. Verkstjóri Vinnuskólans eru næsti yfirmaður flokkstjóra sem leiða unglingahópa í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast umhirðu bæjarins og tiltekt. Næsti yfirmaður verkstjóra er verkefnastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, en starfað er í nánu samstarfi við garðyrkjufræðing sveitarfélagsins.

Æskilegt er að umsækjendur séu 21 árs eða eldri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipulagning vinnu
  • Almennt utanumhald og stuðningur við störf flokkstjóra Vinnuskólans
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum
  • Þekking á verkstjórn og garðyrkjustörfum kostur
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta

Ef þú hefur áhuga á að vinna í líflegu og gefandi starfsumhverfi þar sem þú færð tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á unga einstaklinga, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, hannalisa@vogar.is.

Umsóknir skulu berast á netfangið hannalisa@vogar.is, öll eru hvött til að sækja um. Umsóknarfrestur er t.o.m. 25. apríl.