159. fundur
28. ágúst 2019 kl. 18:00 - 18:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Áshildur Linnetaðalmaður
Birgir Örn Ólafssonaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttirvaramaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Sigurpáll Árnasonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonaðalmaður
Starfsmenn
Einar Kristjánssonritari
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Einar Kristjánssonbæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar verður leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 5. mál: Fundargerð bæjarráðs, 283. fundur.
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 279
1907001F
Fundargerð 279. fundar bæjarráðs er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 279Minnisblað og reglur frá öðrum sveitarfélögum lagðar fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að reglum til samþykktar fyrir árið 2020.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 279Málinu er vísað til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd og skipulagsnefnd. Erindið verði einnig sent til kynningar til Skógræktarfélagsins Skógfells.
Fundargerð 280. fundar bæjarráðs er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 280Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að semja um 15 m. kr. viðbótar yfirdráttarheimild, og veitir þannig samþykki sitt fyrir því að heildaryfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins verði 60 m. kr. Framangreindar ráðstafanir eru samþykktar til að mæta árstímabundnum sveiflum í sjóðsstreymi bæjarsjóðs. Samþykkt samhljóða.
Fulltrúi D listans bókar eftirfarandi: D-listinn leggst ekki gegn viðauka við fjárhagsáætlun að þessu sinni en lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af tekjustreymi bæjarsjóðs.
3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 281
1908001F
Fundargerð 281. fundar bæjarráðs er lögð fram á 149. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 281Bæjarráð samþykkir breyttar innkaupareglur fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 281Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurnýtingu á skrifstofuhúsnæði í Íþróttamiðstöðinni.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 281Bæjarráð samþykkir endurnýjun samningsins við Reykjanesbæ með þeim breytingum á tímagjaldi sem fylgja með fundargögnum. Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 281Lagt fram að nýju tilboð RR ráðgjafar um vinnslu skólastefnu sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum gegn einu og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar að lútandi.
Fulltrúi D-listans leggur fram eftirfarandi bókun: D-listinn er mótfallinn því að umsjón með uppfærslu skólastefnu sveitarfélagsins verði í höndum ráðgafaskrifstofu, og þeim mikla tilkostnaði sem því fylgir. Skólastefna sveitarfélagsins var unnin árið 2008 og teljum við mikilvægt að uppfæra hana. D-listinn treystir því góða fólki sem starfar hjá sveitarfélaginu, þ.e. skólastjórnendum og nefndarmönnum fagráðs til að leiða þá vinnu.
Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar E lista eru sammála fulltrúa D lista um að þörf sé á endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins og telja jákvætt að fá utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar við endurskoðun stefnunnar og telja að áætlaður kostnaður sé hóflegur og innan marka áætlunar. Bókun fundarTil máls tók: SÁ
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 281Erindið lagt fram. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga áréttar að í gjaldskrá sveitarfélagsins undanfarin tvö ár hefur álagningarstuðull fasteignaskatts verið lækkaður í tengslum við hækkun á fasteignamati í sveitarfélaginu. Álagningarhlutfallið árið 2018 lækkaði úr 0,5% í 0,41% af fasteignamati og árið 2019 lækkaði álagningarhlutfallið úr 0,41% í 0,33%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkaði því um 34% á þessum tveimur árum. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga mun hér eftir sem hingað til huga vandlega að álagningu fasteignaskatts ársins 2020 þar sem tekið verði tillit til fasteignamats milli ára ásamt þróun almenns verðlags.
Fundargerð 282. fundar bæjarráðs er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 282Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að tilnefna Matthías Frey Matthíasson, Íþrótta og tómstundafulltrúa sem fulltrúa sveitarfélagsins í sameiginlegan starfshóp heilsueflandi samfélags á Suðurnesjum.Bókun fundarTil máls tók: JHH
5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 283
1908006F
Fundargerð 283. fundar bæjarráðs er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 283Minnisblað bæjarstjóra dags. 26.8.2019 lagt fram. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að heimila lántöku hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins, að fjárhæð 123 m.kr. til 5 ára. Lánið verði með uppgreiðsluheimild án viðbótarkostnaðar. Bæjarráð samþykkir jafnframt framlagaðan viðauka við fjárhagsáætlun nr. 3. Bókun fundarTil máls tóku: BS, JHH, ÁE
6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5
1908003F
Fundargerð 5. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla skipulagsnefndar: Samþykkt er að tillögurnar verði lagfærðar sbr. eftirfarandi og lagt til við bæjarstjórn að að þær verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi lagfæringum: Breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi: Vegna umsagnar Skipulagsstofnunar er bætt við í skilmálum fyrir frístundasvæðið að tegund gististaða í flokki II (gististaðir án veitinga) sé aðeins í frístundahúsum í samræmi við h-lið 4. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Breyting á deiliskipulagi: Vegna umsagnar UST við skipulagslýsingu er bætt við eftirfarandi ákvæði í greinargerð deiliskipulags: Innan lóða og byggingarreita á svæðinu er nútímahraun sem fellur undir 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Í lögunum segir m.a. að forðast beri röskun slíkra náttúrufyrirbæra nema brýna nauðsyn beri til. Vegna þessa eru settir þeir skilmálar að frístundahúsum verði valin staður innan byggingarreita þar sem áhrif á nútímahraun verði sem minnst og að við allar framkvæmdir á skipulagssvæðinu er lögð áhersla á að nútímahraun verði fyrir sem minnstu raski. Bókun fundarTil máls tóku: JHH, ÁL
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði að heimila að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Málsmeðferð verði í samræmi við óverulega breytingu á skipulagi. Bókun fundarTil máls tók: JHH Bæjarstjórn samþykkir heimild að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Málsmeðferð verði í samræmi við óverulega breytingu á skipulagi. Samþykkt samhljóða.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tillögur umhverfisnefndar eru samþykktar um frágang og nýtingu lóðarinnar. Lagt er til að skipulagi lóaðarinnar verði breytt í samræmi við tillöguna.Bókun fundarTil máls tók: JHH Bæjarstjórn samþykkir að skipulagi lóðarinnar verði breytt í samræmi við tillöguna. Samþykkt samhljóða.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar.
7.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3
1907004F
Fundargerð 3. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfisnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3Nefndarmenn fóru á fundinum yfir tillögur og ábendingar sem borist hafa um fallega garða og lóðir. Að loknum fundi fóru nefndarmenn í vettvangsferð um sveitarfélagið.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3Nefndin leggur til að til að eigendur bíla og annarra tækja verði beðnir um að fjarlægja þau af lóðinni. Nefndin leggur til að útbúinn verði áningarstaður með vatnspósti á lóðinni. Með vatnspóstinum verði vísað til Vatnsleysustrandar og tilurð nafngiftarinnar. Jafnframt verði útbúið upplýsingaskilti á lóðinni með fróðleik um félagsheimilið Glaðheima, sem stóð á þessari lóð. Lóðin verði afgirt með einhvers konar grindverki, sem hindrar að vélknúnum ökutækjum verði ekið inn á lóðina. Hönnun miðist við að svæðið verði sem sjálfbærast varðandi umhirðu. Nefndin leggur til að fagaðili verði fenginn til að hanna svæðið.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
8.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85
1908002F
Fundargerð 85. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða. Til máls tóku: BS, ÁE
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85Hálfdan kynnti verkefnið Verkfærakistan sem er hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað fagfólk til að vinna með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda. Skólinn mun fá sérfræðinga frá KVAN til að halda slík námskeið í Stóru-Vogaskóla í haust.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85Hálfdan Þorsteinsson kynnti nýja heimanámsstefnu Stóru-Vogaskóla sem tekur gildi haustið 2019. Allir nemendur munu fá tækifæri til að ljúka heimanámi sínu á skólatíma og í skólanum, lögð er áhersla á lestur og í stefnunni er skilgreint hvenær nemendur eiga að stunda heimanám og hvenær ekki. Heimanámsstefnan verður aðgengileg á vef skólans.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85Hálfdan fór yfir starfsmannamál. Alexandra Chernyshova er farin í launalaust ársleyfi. Unnið er að því að fá fólk til að leysa þau verkefni sem Alexandra hefur séð um.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85Fræðslunefnd gerir athugasemdir við að skólastjórnendur hafi ekki verið hafðir með í ráðum varðandi þessa ákvörðun um að kaupa þessa þjónustu og einnig tímasetningu hennar. Nefndin telur eðlilegt að í ljósi þess að stefnt sé á náið samband við Suðurnesjabæ í fræðslumálum verði horft til að fræðslustefnur beggja sveitarfélaganna stefni í sömu átt. Nefndin telur að það hefði þurft að undirbúa þessa vinnu betur og í nánara sambandi við stjórnendur og starfsfólk skólanna. Nefndin telur mikilvægt að hugað sé vel að uppbyggingu tónlistarskóla í sveitarfélaginu við mótun stefnunnar og allri vinnu sem framundan er í uppbyggingu á skólamannvirkjum.Bókun fundarTil máls tók: JHH, BS, IG
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85María Hermannsdóttir kynnti málið. Það eru laus pláss í dag en það vantar starfsfólk. Staða á biðlista er þannig að eitt barn er á biðlista en ekki er hægt að taka við því eins og er vegna skorts á starfsfólki. Nemendum hefur fækkað milli skólaára.Bókun fundarTil máls tóku: JHH, ÁL
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 85María Hermannsdóttir kynnti starfsáætlunina. Skólinn gefur út slíka áætlun á hverju hausti.Bókun fundarTil máls tók: JHH
9.Kosning forseta og varaforseta
1806004
9. Í samræmi við ákvæði 7. greinar samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa forseta og varaforseta til eins árs. Tilnefningar til embættis forseta, 1. varaforseta og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs eru eftirfarandi: Ingþór Guðmundsson af E-lista er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. Áshildur Linnet af E-lista er tilnefnd sem 1.varaforseti bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. Björn Sæbjörnsson af D-lista er tilnefndur sem 2. varaforseti bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
10.Kosning í bæjarráð
1806005
Kosning í bæjarráð til eins árs
10. Í samræmi við ákvæði 27. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa 3 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarráð til eins árs. Tilnefningar í bæjarráð til eins árs eru eftirfarandi: Af E-lista: Aðalmenn: Bergur B. Álfþórsson, formaður Ingþór Guðmundsson, varaformaður Varamenn: Áshildur Linnet Birgir Örn Ólafsson Af D-lista: Aðalmaður: Björn Sæbjörnsson Varamaður: Sigurpáll Árnason Af hálfu L-lista er Jóngeir H. Hlinason tilnefndur áheyrnarfulltrúi í bæjarráð, og Rakel Rut Valdimarsdóttir til vara. Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.
11.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022
1806006
Breytingar D-listans, varamaður í bæjarstjórn og í Fræðslunefnd.
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til að hálfu D listans: Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tekur sæti varamanns í bæjarstjórn í stað Önnu Kristínar Hálfdánardóttur. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tekur sæti aðalmanns í Fræðslunefnd í stað Önnu Kristínar Hálfdánardóttur. Kristinn Benediktsson tekur sæti varamanns í Fræðslunefnd í stað Jónu Kristbjargar Stefánsdóttur. Samþykkt samhljóða.
12.Endurskoðun innkaupareglna sveitarfélagsins
1802064
Með fundarboði fylgja drög að endurskoðuðum innkaupareglum sveitarfélagsins, sem hafa nú verið uppfærðar við gildandi lög um opinber innkaup nr. 120/2016. Afgreiðsla bæjarstjórnar: Fyrri umræða. Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.