3. fundur
31. júlí 2019 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Kristín Ragnarsdóttirformaður
Elísabet Ásta Eyþórsdóttirvaraformaður
Helga Ragnarsdóttiraðalmaður
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttiraðalmaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Umhverfisviðurkenningar 2019
1907031
Umfjöllun nefndarinnar um Umhverfisverðlaun 2019.
Nefndarmenn fóru á fundinum yfir tillögur og ábendingar sem borist hafa um fallega garða og lóðir. Að loknum fundi fóru nefndarmenn í vettvangsferð um sveitarfélagið.
2.Vogagerði 23, skipulag lóðar
1905031
Vísun frá Skipulagsnefnd. Frestun frá síðasta fundi.
Nefndin leggur til að til að eigendur bíla og annarra tækja verði beðnir um að fjarlægja þau af lóðinni. Nefndin leggur til að útbúinn verði áningarstaður með vatnspósti á lóðinni. Með vatnspóstinum verði vísað til Vatnsleysustrandar og tilurð nafngiftarinnar. Jafnframt verði útbúið upplýsingaskilti á lóðinni með fróðleik um félagsheimilið Glaðheima, sem stóð á þessari lóð. Lóðin verði afgirt með einhvers konar grindverki, sem hindrar að vélknúnum ökutækjum verði ekið inn á lóðina. Hönnun miðist við að svæðið verði sem sjálfbærast varðandi umhirðu. Nefndin leggur til að fagaðili verði fenginn til að hanna svæðið.
3.Binding kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi.
1906017
Erindi Skógræktarinnar til sveitarfélaga - landshlutaáætlanir í skógrækt.
Erindið lagt fram til kynningar.
4.Stefna í úrgangsmálum.
1907020
Umhverfisstofnun sendir til umsagnar lokadrög að stefnu um meðhöndlun úrgangs.
Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.