Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

281. fundur 07. ágúst 2019 kl. 06:30 - 07:59 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurpáll Árnason 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var lögð fram tillaga um að leita afbrigða og taka á dagskrá málið Framkvæmdir 2019, málsnr. 1902059. Samþykkt samhljóða.

1.Skólastefna Sveitarfélagsins Voga

1903039

Máli frestað á 279. fundi bæjarráðs.
Lagt fram að nýju tilboð RR ráðgjafar um vinnslu skólastefnu sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum gegn einu og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar að lútandi.

Fulltrúi D-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
D-listinn er mótfallinn því að umsjón með uppfærslu skólastefnu sveitarfélagsins verði í höndum ráðgafaskrifstofu, og þeim mikla tilkostnaði sem því fylgir. Skólastefna sveitarfélagsins var unnin árið 2008 og teljum við mikilvægt að uppfæra hana. D-listinn treystir því góða fólki sem starfar hjá sveitarfélaginu, þ.e. skólastjórnendum og nefndarmönnum fagráðs til að leiða þá vinnu.

Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar E lista eru sammála fulltrúa D lista um að þörf sé á endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins og telja jákvætt að fá utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar við endurskoðun stefnunnar og telja að áætlaður kostnaður sé hóflegur og innan marka áætlunar.

2.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja 2019

1907022

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja frá 10. apríl 2019.
Fundargerðin lögð fram.

3.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2019

1901033

Fundargerðir 9. og 10. fundar Fjölskyldu-og velferðarráðs
Fundargerðirnar lagðar fram.

4.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2019.

1907021

Fundargerðir 38. og 39. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Fundargerðirnar lagðar fram.

5.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2018.

1801022

Fundargerðir 36. og 37. funda stjórnar BS
Fundargerðirnar lagðar fram.

6.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3

1907004F

Fundargerð 3. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 281. fundar bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Nefndarmenn fóru á fundinum yfir tillögur og ábendingar sem borist hafa um fallega garða og lóðir. Að loknum fundi fóru nefndarmenn í vettvangsferð um sveitarfélagið.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Nefndin leggur til að til að eigendur bíla og annarra tækja verði beðnir um að fjarlægja þau af lóðinni. Nefndin leggur til að útbúinn verði áningarstaður með vatnspósti á lóðinni. Með vatnspóstinum verði vísað til Vatnsleysustrandar og tilurð nafngiftarinnar. Jafnframt verði útbúið upplýsingaskilti á lóðinni með fróðleik um félagsheimilið Glaðheima, sem stóð á þessari lóð. Lóðin verði afgirt með einhvers konar grindverki, sem hindrar að vélknúnum ökutækjum verði ekið inn á lóðina. Hönnun miðist við að svæðið verði sem sjálfbærast varðandi umhirðu. Nefndin leggur til að fagaðili verði fenginn til að hanna svæðið.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Erindið lagt fram til kynningar.
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52

1907002F

Fundargerð 52. afgreiðslufundar byggingafulltrúa lögð fram á 281. fundi bæjarráðs.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðalskipulagi og grenndarkynningu, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 52 Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.

8.Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar

1907026

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 194/2019 - Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar. Umsagnarfrestur er til og með 13.09.2019.
Erindið lagt fram. Vísað til umsagnar Skipulagsnefndar.

9.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 6.8.2019
Bæjarráð samþykkir að ganga til samnings við lægstbjóðanda vegna fráveitu.

Minnisblað um stöðu framkvæmda lagt fram.

10.Áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga við þeirri þróun

1907023

Ályktun Alþýðusambands Íslands um að sveitarfélög standi við yfirlýsingar gefnar í tengslum við kjarasamninga í apríl.
Erindið lagt fram. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga áréttar að í gjaldskrá sveitarfélagsins undanfarin tvö ár hefur álagningarstuðull fasteignaskatts verið lækkaður í tengslum við hækkun á fasteignamati í sveitarfélaginu. Álagningarhlutfallið árið 2018 lækkaði úr 0,5% í 0,41% af fasteignamati og árið 2019 lækkaði álagningarhlutfallið úr 0,41% í 0,33%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkaði því um 34% á þessum tveimur árum. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga mun hér eftir sem hingað til huga vandlega að álagningu fasteignaskatts ársins 2020 þar sem tekið verði tillit til fasteignamats milli ára ásamt þróun almenns verðlags.

11.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 4-5 september 2019.

1907013

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.
Fundarboðið lagt fram.

12.Lóðarumsókn - Breiðuholt 16 - 18

1907019

Kjartan Ragnarsson sækir um lóð undir hugmyndahús, með beiðni um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda þar til húsið selst.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13.Innleiðing persónuverndarlöggjafar

1712026

Endurnýjun samnings við Reykjanesbæ um umsjón með persónuvernd sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samningsins við Reykjanesbæ með þeim breytingum á tímagjaldi sem fylgja með fundargögnum. Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.

14.Nýting íþróttamiðstöðvar

1908001

Liðurinn er án gagna. Umræða um nýtingu skrifstofuhluta íþróttamiðstöðvarinnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurnýtingu á skrifstofuhúsnæði í Íþróttamiðstöðinni.

15.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

Rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2019.
Rekstaryfirlitið lagt fram.

16.Breiðuholt 12-14, 16-18 og 20-22. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

1902017

Fyrirspurn frá Sparra ehf, beiðni um að þremur parhúsalóðum verði breytt í 3ja íbúða raðhúsalóðir
Afgreiðsla bæjarráðs: Umsókninni er vísað til Skipulagsnefndar til umfjöllunar.

17.Endurskoðun innkaupareglna sveitarfélagsins

1802064

Í kjölfar athugasemda löggilts endurskoðanda sveitarfélagsins eru nú lögð fram drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum sveitarfélagsins, sem hefur verið uppfært til samræmis við ný lög um opinber innkaup.
Bæjarráð samþykkir breyttar innkaupareglur fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

18.Lögreglusamþykktir á Suðurnesjum

1511045

Ný lögreglusamþykkt allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur öðlast gildi.
Lagt fram til kynningar.

19.Átakshópur um húsnæðismál

1812007

Erindi Félagsmálaráðuneytisins dags. 25.7. 2019, tillögur um styrkingu húsnæðismarkaðs á landsbyggðinni.
Erindið lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:59.

Getum við bætt efni síðunnar?