85. fundur
19. ágúst 2019 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingvi Ágústssonformaður
Baldvin Hróar Jónssonvaraformaður
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttirvaramaður
Sindri Jens Freyssonvaramaður
Starfsmenn
Inga Þóra Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
Anna Sólrún Pálmadóttiráheyrnarfulltrúi
Daníel Arasonembættismaður
María Hermannsdóttir, Leikskólastjóriembættismaður
Ragnhildur Hanna Finnbogadóttiráheyrnarfulltrúi
Hálfdan Þorsteinssonembættismaður
Fundargerð ritaði:Daníel ArasonEmbættismaður
Dagskrá
1.Verkfærakistan frá Kvan
1908006
Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir námskeiðið Verkfærakistan, sem er hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað fagfólk til að vinna með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda.
Hálfdan kynnti verkefnið Verkfærakistan sem er hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað fagfólk til að vinna með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda. Skólinn mun fá sérfræðinga frá KVAN til að halda slík námskeið í Stóru-Vogaskóla í haust.
2.Heimanámsstefna Stóru-Vogaskóla
1908005
Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir drög að nýrri heimanámsstefnu skólans.
Hálfdan Þorsteinsson kynnti nýja heimanámsstefnu Stóru-Vogaskóla sem tekur gildi haustið 2019. Allir nemendur munu fá tækifæri til að ljúka heimanámi sínu á skólatíma og í skólanum, lögð er áhersla á lestur og í stefnunni er skilgreint hvenær nemendur eiga að stunda heimanám og hvenær ekki. Heimanámsstefnan verður aðgengileg á vef skólans.
3.Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla haust 2019
1908007
Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir starfsmannamál skólans fyrir veturinn. Þessi liður hefur engin fylgigögn.
Hálfdan fór yfir starfsmannamál. Alexandra Chernyshova er farin í launalaust ársleyfi. Unnið er að því að fá fólk til að leysa þau verkefni sem Alexandra hefur séð um.
4.Reglur um stuðning við leiðbeinendur í réttindanámi eða endurmenntun
1905038
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir stöðu á málinu og afgreiðslu þess frá bæjarráði.
Fræðslunefnd fagnar því að komnar séu reglur um fjárhagslegan stuðning við kennara í réttindanámi.
5.Skólastefna Sveitarfélagsins Voga
1903039
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir málið er varðar ráðgjafasamning um mótun skólastefnu sveitarfélagsins
Fræðslunefnd gerir athugasemdir við að skólastjórnendur hafi ekki verið hafðir með í ráðum varðandi þessa ákvörðun um að kaupa þessa þjónustu og einnig tímasetningu hennar. Nefndin telur eðlilegt að í ljósi þess að stefnt sé á náið samband við Suðurnesjabæ í fræðslumálum verði horft til að fræðslustefnur beggja sveitarfélaganna stefni í sömu átt. Nefndin telur að það hefði þurft að undirbúa þessa vinnu betur og í nánara sambandi við stjórnendur og starfsfólk skólanna. Nefndin telur mikilvægt að hugað sé vel að uppbyggingu tónlistarskóla í sveitarfélaginu við mótun stefnunnar og allri vinnu sem framundan er í uppbyggingu á skólamannvirkjum.
María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla fer yfir stöðu biðlista fyrir veturinn
María Hermannsdóttir kynnti málið. Það eru laus pláss í dag en það vantar starfsfólk. Staða á biðlista er þannig að eitt barn er á biðlista en ekki er hægt að taka við því eins og er vegna skorts á starfsfólki. Nemendum hefur fækkað milli skólaára.
Skólinn mun fá sérfræðinga frá KVAN til að halda slík námskeið í Stóru-Vogaskóla í haust.