Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

85. fundur 19. ágúst 2019 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
  • Sindri Jens Freysson varamaður
Starfsmenn
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Daníel Arason embættismaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hálfdan Þorsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Embættismaður
Dagskrá

1.Verkfærakistan frá Kvan

1908006

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir námskeiðið Verkfærakistan, sem er hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað fagfólk til að vinna með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda.
Hálfdan kynnti verkefnið Verkfærakistan sem er hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað fagfólk til að vinna með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda.
Skólinn mun fá sérfræðinga frá KVAN til að halda slík námskeið í Stóru-Vogaskóla í haust.

2.Heimanámsstefna Stóru-Vogaskóla

1908005

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir drög að nýrri heimanámsstefnu skólans.
Hálfdan Þorsteinsson kynnti nýja heimanámsstefnu Stóru-Vogaskóla sem tekur gildi haustið 2019. Allir nemendur munu fá tækifæri til að ljúka heimanámi sínu á skólatíma og í skólanum, lögð er áhersla á lestur og í stefnunni er skilgreint hvenær nemendur eiga að stunda heimanám og hvenær ekki.
Heimanámsstefnan verður aðgengileg á vef skólans.

3.Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla haust 2019

1908007

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir starfsmannamál skólans fyrir veturinn. Þessi liður hefur engin fylgigögn.
Hálfdan fór yfir starfsmannamál. Alexandra Chernyshova er farin í launalaust ársleyfi. Unnið er að því að fá fólk til að leysa þau verkefni sem Alexandra hefur séð um.

4.Reglur um stuðning við leiðbeinendur í réttindanámi eða endurmenntun

1905038

Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir stöðu á málinu og afgreiðslu þess frá bæjarráði.
Fræðslunefnd fagnar því að komnar séu reglur um fjárhagslegan stuðning við kennara í réttindanámi.

5.Skólastefna Sveitarfélagsins Voga

1903039

Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir málið er varðar ráðgjafasamning um mótun skólastefnu sveitarfélagsins
Fræðslunefnd gerir athugasemdir við að skólastjórnendur hafi ekki verið hafðir með í ráðum varðandi þessa ákvörðun um að kaupa þessa þjónustu og einnig tímasetningu hennar. Nefndin telur eðlilegt að í ljósi þess að stefnt sé á náið samband við Suðurnesjabæ í fræðslumálum verði horft til að fræðslustefnur beggja sveitarfélaganna stefni í sömu átt. Nefndin telur að það hefði þurft að undirbúa þessa vinnu betur og í nánara sambandi við stjórnendur og starfsfólk skólanna.
Nefndin telur mikilvægt að hugað sé vel að uppbyggingu tónlistarskóla í sveitarfélaginu við mótun stefnunnar og allri vinnu sem framundan er í uppbyggingu á skólamannvirkjum.

6.Heilsuleikskólinn suðurvellir - Biðlisti haust 2019

1908018

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla fer yfir stöðu biðlista fyrir veturinn
María Hermannsdóttir kynnti málið. Það eru laus pláss í dag en það vantar starfsfólk. Staða á biðlista er þannig að eitt barn er á biðlista en ekki er hægt að taka við því eins og er vegna skorts á starfsfólki. Nemendum hefur fækkað milli skólaára.

7.Starfsmannamál Heilsuleikskólans Suðurvalla haust 2019

1908017

María Hermannsdóttir skólastjóri heilsuleikskólans Suðurvalla fer yfir starfsmannamálin fyrir veturinn.
María Hermannsdóttir kynnti starfsmannamál. Í dag vantar í tvær stöður.

8.Heilsuleikskólinn Suðurvellir - Starfsáætlun 2019-20

1908016

María Hermannsdóttir skólastjóri heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir starfsáætlun vetrarins 2019-20.
María Hermannsdóttir kynnti starfsáætlunina. Skólinn gefur út slíka áætlun á hverju hausti.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?