Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

147. fundur 29. ágúst 2018 kl. 18:00 - 19:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 257

1806004F

Fundargerð 257. fundar bæjarráðs er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin er lögð fram, þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258

1807003F

Fundargerð 258. fundar bæjarráðs er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin er lögð fram, þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Erindi Saman hópsins dags. 13.7.2018, sumarefni frá Saman hópnum.

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um kaup á þjónustu persónuverndarfulltrúa og að Hrefna Gunnarsdóttir verði persónuverndarfulltrúi Sveitarfélagsins Voga.
    Bæjarráð staðfestir jafnframt framlagða vinnsluskrá sveitarfélagsins, ásamt áhættumati, í samræmi við ákvæði nýsamþykktra laga um persónuvernd.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Bæjarráð samþykkir að erindið verði afgreitt á vettvangi SSS. Afstaða Sveitarfélagsins Voga er að fimmta sæti nefndarinnar verði skipað fulltrúa Reykjanesbæjar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við seljanda fasteignarinnar. Gert er ráð fyrir að kaupverðið rúmist innan framkvæmdaáætlunar ársins, en verði nánar útfært með viðauka þegar niðurstaða liggur fyrir. Bókun fundar Inga Rut Hlöðversdóttir bókar hjásetu vegna málsins vegna meints vanhæfis síns.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Minnisblað bæjarstjóra um málefni dagdvalar aldraðra lagt fram.
    Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti drög að verklagsreglum um afgreiðslu húsnæðisumsókna fyrir fatlað fólk, sem lagt var fram á 139. fundi Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Fundargerð 74. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 258. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin er lögð fram í bæjarráði til fullnaðarafgreiðslu þar sem bæjarstjórn er í sumarleyfi.

    Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum málum, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

    Björn Sæbjörnsson bókar:
    Haft var samband við fullrúa D lista í þann mund sem fundur var að hefjast og spurt hvort hvort hann ætlaði ekki að sitja fundinn. Í ljós kom að fundarboð hafði verið sent á rangt netfang og farið var fram á að fundi yrði frestað um sólahring. Við því var ekki orðið og samkomulag var um að ástæða fjarverunar kæmi fram í fundargerð, í það minsta yrði skráð boðuð forföll.



  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 258 Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 259

1808002F

Fundargerð 259. fundar bæjarráðs er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin er lögð fram, þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100

1806003F

Fundargerð 100. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin var lögð fram til staðfestingar á 257. fundi bæjarráðs og er því lögð fram á þessum fundi til kynningar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • 4.1 1508006 Umhverfismál
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Mikilvægt er að haldið verði áfram aðgerðum vegna lóðarhreinsunar.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ákveðið að garðaskoðun fari fram 24. júlí. Tilkynning um það verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt er til að aðalskipulag sveitarfélagsins verði tekið til endurskoðunar og hafinn verði undirbúningur að því. óskað er eftir því við bæjarstjórn að í næstu fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir fjármagni til þessa.
    Bókun fundar Til máls tóku: BS, ÁL, IG.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt að tillagan verði grenndarkynnt, málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir íbúum og eigendum Lyngdals 1-5, Lyngdals 2-4, Heiðardals 2, 4 og Leirdals 18, 20, 22, 24.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt að tillagan verði auglýst, málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óveruleg frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki hefur farið fram lokaúttekt á talsverðum fjölda húsa sem hafa verið byggð á undanförnum árum. Unnið hefur verið á greiningu og skráningu þessar bygginga, sem er ekki lokið og verður unnið áfram að því. Í kjölfarið verður viðkomandi byggingarstjórum og húseigendum tilkynnt um ákvæði byggingarreglugerðar varðandi lokaúttektir og þeir hvattir til þess að óska eftir lokaúttekt.

5.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101

1807004F

Fundargerð 101. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin var lögð fram til staðfestingar á 257. fundi bæjarráðs og er því lögð fram á þessum fundi til kynningar.


Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

  • 5.1 1806016 Umhverfisviðurkenningar 2018
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Nefndin fór í skoðun um sveitarfélagið með það að markmiði að tilnefna lóðir til umhverfisverðlauna. Niðurstaða nefndarinnar að lokinni skoðun er eftirfarandi:

    Fyrirtækjalóð

    Ísaga fyrir lóð sína undir súrefnisverksmiðju að Heiðarholti 5. Frágangur lóðar er snyrtilegur og til mikillar fyrirmyndar. Ljóst er að hér hefur verið lagður metnaður í umgjörðina þar sem fallegur frágangur og öryggissjónarmið fara vel saman.

    Íbúðarlóðir

    Jónína Róbertsdóttir og Benedikt Guðbrandsson fyrir lóð sína að Akurgerði 1a. Á stuttum tíma hefur lóð verið umbylt úr órækt í einstaklega fallegan og skemmtilegan garð þar sem útsjónasemi og hugmyndaauðgi ráða ferðinni. Einfaldleiki í hönnun og endurnýtingu gamalla hluta gefa fallegt yfirbragð þar sem hver planta og hlutur nýtur sín.

    Anna María Franksdóttir, Sæmundur Þórðarson, Siv Elísabet Sæmundsdóttir og Sigurður H. Valtýsson að Stóru-Vatnsleysu. Aðkoman að bænum er einstaklega falleg þar sem blandað er á skemmtilegan hátt saman villtun plöntum og ræktuðum garði. Á stað sem frá náttúrunnar hendi er erfiður til ræktunar hefur hér tekist vel til í að fegra umhverfið og rækta fallegan gróður og ber vott um mikla natni. Handgert skraut ábúenda gefa lóðinni svo ævintýralegan blæ og ímundunaraflinu lausan tauminn.

    Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:15
    Bókun fundar Til máls tók: BS, ÁL.

6.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102

1808001F

Fundargerð 102. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Alls bárust 40 athugasemdir frá 49 aðilum. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur brýnt að fara vandlega yfir allar athugasemdir og draga fram hvaða sameiginlegu áhersluatriði komi þar fram. Í ljósi þess leggur nefndin til að frekari umfjöllun um tillöguna verði frestað til næsta fundar. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að vinna nánar að útfærslum á skipulaginu með tilliti til athugasemda. Vinnuhópurinn verði skipaður þremur fulltrúum frá E-lista, tveimur fulltrúum frá D-lista og einum fulltrúa frá L-lista.

    Tillagan samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, BS, ÁL.

    Tillaga um skipan vinnuhóps er eftirfarandi:
    Fulltrúar E-lista: Áshildur Linnet, Friðrik V. Árnason, Davíð Harðarson
    Fulltrúar D-lista: Andri Rúnar Sigurðsson og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir
    Fulltrúi: L-lista: Gísli Stefánsson.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að afmarkaður verði byggingarreitur og gerð grein fyrir sorp- og hjólageymslum á lóðinni Keilisholt 1-3. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina. Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Áskilið er samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna byggingar bílskúrs í lóðarmörkum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar.

    Fulltrúar D-listans bóka: Allir þeir sem koma að þessu máli eru hvattir hvort sem það er bæjarstjórn eða nefndir að tekið verði tillit til þeirra innan sveitarfélgsins, þ.e.a.s. landeigenda, íbúa og svo framvegis og hlustað verði á þeirra málstað og aðilar kynni sér málin til hlýtar. Áheyrnarfulltrúi L-listans tekur undir bókunina.
    Bókun fundar Til máls tóku: BS

    Að beiðni Björns Sæbjörnssonar fylgir bókun fulltrúa D-listans í nefndinni fundargerð bæjarstjórnar. Bókunin er svohljóðandi: Allir þeir sem koma að þessu máli eru hvattir hvort sem það er bæjarstjórn eða nefndir að tekið verði tillit til þeirra innan sveitarfélagsins, þ.e.a.s. landeigenda, íbúa og svo framvegis og hlustað verði á þeirra málstað og aðilar kynni sér málin til hlýtar.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Engar athugasemdir eru gerðar við drögin.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Bréfið lagt fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og óska eftir samstarfi við Umverfisstofnun.

7.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74

1807002F

Fundargerð 74. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin er lögð fram, þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Björn Sæbjörnsson ítrekar bókun sína sem hann lagði fram við afgreiðslu fundargerðarinnar sem lögð var fram við umfjöllun bæjarráðs á 258. fundi bæjarráðs. Bókunin er eftirfarandi: Haft var samband við fulltrúa D lista í þann mund sem fundur var að hefjast og spurt hvort hvort hann ætlaði ekki að sitja fundinn. Í ljós kom að fundarboð hafði verið sent á rangt netfang og farið var fram á að fundi yrði frestað um sólahring. Við því var ekki orðið og samkomulag var um að ástæða fjarverunar kæmi fram í fundargerð, í það minsta yrði skráð boðuð forföll.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir vikuna 13. - 19. ágúst. Undirbúningur gengur vel og verða félögin boðuð til fundar á næstu dögum til að ræða það sem að þeim snýr í undirbúningi og framkvæmd. FMN hefur undanfarin ár séð um val á skreytingum húsa og hverfa og er ætlunin að svo verði áfram. Dagskrá verður með svipuðu sniði og áður en þó eru alltaf einhverjar breytingar og hátíðin þróast áfram.

    Afgreiðsla FMN.
    Ákveðið að fulltrúar í FMN verði boðaðir á samráðsfundinn með félögunum.
    Bókun fundar Til máls tóku: IRH, BS

    Bæjarstjórn færir félagasamtökum og öðrum þeim sem komu að framkvæmd fjölskyldudaga 2018 fyrir vel heppnaða framkvæmd.
  • 7.2 1609026 Frisbee Golf.
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Ákveðið hefur verið að setja upp frisbeegolfvöll á svæðinu í kringum Aragerði samkvæmt teikningu sem lögð hefur verið fram. Kvenfélagið Fjóla hefur tekið málið fyrir og samþykkt það fyrir sitt leyti. Von er á körfunum um næstu mánaðamót og stefnt að uppsetningu vallarins í framhaldinu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. Nefndin fagnar tilkomu vallarins og veit að hann er kærkomin viðbót við útivistarmöguleika í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Til máls tók: BS, ÁE, ÁL.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Farið yfir kynningu á heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu. FMN hefur áhuga á að gera Voga að heilsueflandi samfélagi enda ávinningur þess ótvíræður og fjölþættur.

    Afgreiðsla FMN.
    Ákveðið að fara í undirbúningsvinnu með haustinu og setja málið af stað.
    Bókun fundar Til máls tók: IRH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Drög að samningi um heilsueflingu eldri borgara í Vogum lögð fram og rædd. Nefndin telur mikilvægt að huga að þætti þessa aldurshóps þegar rætt er um heilsueflingu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. FMN vill kynna sér verkefnið frekar til að geta tekið afstöðu til málsins.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Vinna við viðhald sundlaugar hefur staðið yfir undanfarnar vikur og er á lokastigi. Búið er að hleypa vatni í allar laugar og gangsetja kerfið. Kominn er nýr kaldur pottur, auk þess sem skipt hefur verið um lagnir og síur fyrir sundlaug og vaðlaug en eldri búnaður var kominn til ára sinna.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN fagnar því að endurbætur sundlaugar séu komnar vel á veg.

8.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Tillaga fulltrúa D-listans um breytingu á fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja.
Tilnefning í stjórn Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Einn aðalamaður og einn til vara.
Fulltrúi D-listans leggur fram tillögu um að varamaður á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði Andri Rúnar Sigurðsson í stað Björns Sæbjörnsson. Samþykkt samhljóða.

Tilnefning í úthlutnarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja: Hilmar Egill Sveinbjörnsson. Samþykkt samhljóða.

Tilnefning í stjórn Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja: Aðalmaður Ásgeir Eiríksson, varamaður Bergur Álfþórsson. Samþykkt samhljóða.

9.Tillaga fulltrúa L-lista fólksins um beinar útsendingar af fundum bæjarstjórnar.

1808034

Fulltrúi L-lista, lista fólksins, leggur fram tillögu um útsendingar af fundum bæjarstjórnar, ásamt greinargerð.

Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn einu.

Til máls tóku: JHH, BBÁ, BS, IRH, ÁL, IG.

10.Tillaga fulltrúa L-lista um gjaldfrjáls námsgögn nemenda Stóru-Vogaskóla

1808033

Jóngeir H. Hlinason fulltrúi L-listans, lista fólksins, leggur fram tillögu um gjaldfrjáls námsgögn nemenda Stóru-Vogaskóla.

Til máls tóku: JHH, BBÁ, IRH, ÁL, BS, IG.

Bergur Álfþórsson leggur fram breytingartillögu þess efnis, að málið verði tekið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Breytingartillagan er samþykkt og málinu því vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?