Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

257. fundur 27. júní 2018 kl. 06:30 - 07:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Alþjóðahúsið

1806022

Alþjóðahúsið vekur athygli á stöðu málefna innflytjenda.
Lagt fram.

2.Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2018 - 2022

1806007

Drög að ráðningarsamningi bæjarstjóra kjörtímabilið 2018 - 2022 lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjóri vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Bæjarráð staðfestir ráðningarsamninginn.

3.Innleiðing persónuverndarlöggjafar

1712026

Drög að persónuverndarstefnu sveitarfélagsins lögð fram til samþykktar. Yfirferð um innleiðingu í samræmi við nýsett persónuverndarlög sem taka gildi 15. júlí 2018.
Með fundarboði fylgja drög að persónuverndarstefnu sveitarfélagsins,ásamt uppfærðri öryggisstefnu og útvistunarstefnu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið lýsir jafnframt yfir jákvæðri afstöðu sinni til þess að sameiginlegur persónuverndarfulltrúi sveitarfélaganna á Suðurnesjum verði ráðinn, sbr. erindi framkvæmdastjóra SSS. Bæjarráð samþykkir framlagðar stefnur.

4.Hafnargata 101 - fasteignin boðin til kaups

1806024

Víðimelur ehf. býður sveitarfélaginu fasteignina Hafnargötu 101 til kaups.
Erindið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að afla nánari upplýsinga um málið, sem og að óska eftir upplýsingum um verðhugmyndir seljanda.

5.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100

1806003F

Fundargerð 100. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði þar sem bæjarstjórn er í sumarleyfi.
Fundargerð 100. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 257. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar, nema annað sé bókað undir viðkomandi máli.
  • 5.1 1508006 Umhverfismál
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Mikilvægt er að haldið verði áfram aðgerðum vegna lóðarhreinsunar.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ákveðið að garðaskoðun fari fram 24. júlí. Tilkynning um það verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt er til að aðalskipulag sveitarfélagsins verði tekið til endurskoðunar og hafinn verði undirbúningur að því. óskað er eftir því við bæjarstjórn að í næstu fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir fjármagni til þessa.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt að tillagan verði grenndarkynnt, málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir íbúum og eigendum Lyngdals 1-5, Lyngdals 2-4, Heiðardals 2, 4 og Leirdals 18, 20, 22, 24.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt að tillagan verði auglýst, málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óveruleg frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki hefur farið fram lokaúttekt á talsverðum fjölda húsa sem hafa verið byggð á undanförnum árum. Unnið hefur verið á greiningu og skráningu þessar bygginga, sem er ekki lokið og verður unnið áfram að því. Í kjölfarið verður viðkomandi byggingarstjórum og húseigendum tilkynnt um ákvæði byggingarreglugerðar varðandi lokaúttektir og þeir hvattir til þess að óska eftir lokaúttekt.

6.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerð 140. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram.

7.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2018.

1801067

Fundargerð 269. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.

1801016

Fundargerð 732. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

9.Aðalfundur 2018 Landskerfa bókasafna hf.

1806009

Fundargerð aðalfundar landskerfa bókasafna ásamt skýrslu stjórnar
Fundargerðin ásamt skýrslu stjórnar lagt fram.

10.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundargerð 493. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:35.

Getum við bætt efni síðunnar?