1806015
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, uppdráttur dags. 15.06.2018. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum við Keilisholt 1 og 3 er fjölgað úr 40 í 64 alls, eða úr 20 í 32 í hvoru húsi og gert verði ráð fyrir 1,5 bílastæðum fyrir hverja íbúð í stað 2. Byggingareitum Lyngholts 19 og Breiðuholts 22 breytt. Legu gangstéttar og langstæða við Breiðuholt 8-10 og 12-14 og lóðum Breiðuholts 2, 4, 6 og 8-10 hliðrað vegna þess. Gert er snúningssvæði í enda götunnar að vestanverðu og breytast því lóðarmörk vegna þess. Lagfært er misræmi milli skilmála í greinargerð og skýringarmyndar fyrir húsgerð C. Ýmsar lagfæringar gerðar varðandi lóðir, byggingarreiti og bílastæði í samræmi við útgefin lóðarblöð. Sýndar manir við Vogabraut og Keilisholt.
Mikilvægt er að haldið verði áfram aðgerðum vegna lóðarhreinsunar.