Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

100. fundur 19. júní 2018 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfismál

1508006

Kynnt staða í lóðahreinsunum og það sem er á döfinni.
Umræða um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Mikilvægt er að haldið verði áfram aðgerðum vegna lóðarhreinsunar.
Einari er þakkað fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.

2.Umhverfisviðurkenningar 2018

1806016

Ákvörðun um dagsetningu garðaskoðunar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ákveðið að garðaskoðun fari fram 24. júlí. Tilkynning um það verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum.

3.Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

1806008

Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt er til að aðalskipulag sveitarfélagsins verði tekið til endurskoðunar og hafinn verði undirbúningur að því. óskað er eftir því við bæjarstjórn að í næstu fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir fjármagni til þessa.

4.Lyngdalur 1. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

1805019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Miðdalur-Heiðardalur-Lyngdalur, uppdráttur dags. 15.06.2018. Í breytingunni felst að eystri hluti byggingarreits innan lóðar við Lyngdal 1-5 lengist um 2,5 m til suðurs, í átt að götunni Leirdal. Breytingin er gerð vegna áforma eiganda Lyngdals 1 að byggja við hús sitt til suðurs og lengja það um 3,0 m.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að tillagan verði grenndarkynnt, málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir íbúum og eigendum Lyngdals 1-5, Lyngdals 2-4, Heiðardals 2, 4 og Leirdals 18, 20, 22, 24.

5.Miðbæjarsvæði - Deiliskipulagsbreyting

1806015

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, uppdráttur dags. 15.06.2018. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum við Keilisholt 1 og 3 er fjölgað úr 40 í 64 alls, eða úr 20 í 32 í hvoru húsi og gert verði ráð fyrir 1,5 bílastæðum fyrir hverja íbúð í stað 2. Byggingareitum Lyngholts 19 og Breiðuholts 22 breytt. Legu gangstéttar og langstæða við Breiðuholt 8-10 og 12-14 og lóðum Breiðuholts 2, 4, 6 og 8-10 hliðrað vegna þess. Gert er snúningssvæði í enda götunnar að vestanverðu og breytast því lóðarmörk vegna þess. Lagfært er misræmi milli skilmála í greinargerð og skýringarmyndar fyrir húsgerð C. Ýmsar lagfæringar gerðar varðandi lóðir, byggingarreiti og bílastæði í samræmi við útgefin lóðarblöð. Sýndar manir við Vogabraut og Keilisholt.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að tillagan verði auglýst, málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Heiðarholt 2. Umsókn um byggingarleyfi

1806014

Óskað heimildar á fráviki frá skipulagsskilmálum þannig að leyfilegt nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0,41 í stað 0,40.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óveruleg frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

7.Lokaúttektir bygginga

1806017

Húsbyggingar þar sem lokaúttekt hefur ekki farið fram.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki hefur farið fram lokaúttekt á talsverðum fjölda húsa sem hafa verið byggð á undanförnum árum. Unnið hefur verið á greiningu og skráningu þessar bygginga, sem er ekki lokið og verður unnið áfram að því. Í kjölfarið verður viðkomandi byggingarstjórum og húseigendum tilkynnt um ákvæði byggingarreglugerðar varðandi lokaúttektir og þeir hvattir til þess að óska eftir lokaúttekt.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?