Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

102. fundur 21. ágúst 2018 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grænuborgarhverfi. Breyting á deiliskipulagi

1802059

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgarhverfis, uppdrættir og greinargerð dags. 11.05.2018. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Fram komu 40 athugasemdir frá 49 aðilum.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Alls bárust 40 athugasemdir frá 49 aðilum. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur brýnt að fara vandlega yfir allar athugasemdir og draga fram hvaða sameiginlegu áhersluatriði komi þar fram. Í ljósi þess leggur nefndin til að frekari umfjöllun um tillöguna verði frestað til næsta fundar. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að vinna nánar að útfærslum á skipulaginu með tilliti til athugasemda. Vinnuhópurinn verði skipaður þremur fulltrúum frá E-lista, tveimur fulltrúum frá D-lista og einum fulltrúa frá L-lista.

Tillagan samþykkt samhljóða

2.Miðbæjarsvæði - Deiliskipulagsbreyting

1806015

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, uppdráttur dags. 15.06.2018. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að afmarkaður verði byggingarreitur og gerð grein fyrir sorp- og hjólageymslum á lóðinni Keilisholt 1-3. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Lyngdalur 1. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

1805019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Miðdalur - Heiðardalur - Lyngdalur, uppdráttur dags. 15.06.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aragerði 12. Umsókn um byggingarleyfi

1805001

Árni Kl. Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús skv. umsókn dags. 02.05.2018 og aðaluppdráttum Kristjáns G. Leifssonar. dags. 10.04.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina. Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.

5.Heiðargerði 19. Fyrirspurn um byggingarmál. Bílskúr og viðbyggingar við hús.

1806035

Fyrirspurn Slawomir Wojciech Rekowski og Dorota Stefania Rekowska, dags. 22.06.2018. Óskað er eftir breytingum sem felast í að geymsla, rými 0201, verði sameinað íbúð, rými 0101, byggja sólskála og viðbyggingu við húsið og að byggja bílskúr á lóðinni, skv. skissu dags. 22.06.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Áskilið er samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna byggingar bílskúrs í lóðarmörkum.

6.Lyngholt 6. Umsókn um stækkun byggingarreits.

1808014

Fyrirspurn Gísla Stefánssonar og Guðnýjar Guðmundsdóttur, dags. 17.08.2018. Sótt er um að fara lítilega út fyrir byggingarreit skv. meðfylgjandi skissu dags. 10.06.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

7.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2

1803025

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun dags. 06.07.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar D-listans bóka: Allir þeir sem koma að þessu máli eru hvattir hvort sem það er bæjarstjórn eða nefndir að tekið verði tillit til þeirra innan sveitarfélgsins, þ.e.a.s. landeigenda, íbúa og svo framvegis og hlustað verði á þeirra málstað og aðilar kynni sér málin til hlýtar. Áheyrnarfulltrúi L-listans tekur undir bókunina.

8.Stækkun Keflavíkurflugvallar

1807006

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar, dags. júli 2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Engar athugasemdir eru gerðar við drögin.

9.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

1807010

Bréf Umhverfisstofnunar dags. 16.07.2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Bréfið lagt fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og óska eftir samstarfi við Umverfisstofnun.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?