Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

74. fundur 10. júlí 2018 kl. 17:45 - 20:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Friðrik V. Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2018

1807001

Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir vikuna 13. - 19. ágúst. Undirbúningur gengur vel og verða félögin boðuð til fundar á næstu dögum til að ræða það sem að þeim snýr í undirbúningi og framkvæmd. FMN hefur undanfarin ár séð um val á skreytingum húsa og hverfa og er ætlunin að svo verði áfram. Dagskrá verður með svipuðu sniði og áður en þó eru alltaf einhverjar breytingar og hátíðin þróast áfram.

Afgreiðsla FMN.
Ákveðið að fulltrúar í FMN verði boðaðir á samráðsfundinn með félögunum.

2.Frisbee Golf.

1609026

Ákveðið hefur verið að setja upp frisbeegolfvöll á svæðinu í kringum Aragerði samkvæmt teikningu sem lögð hefur verið fram. Kvenfélagið Fjóla hefur tekið málið fyrir og samþykkt það fyrir sitt leyti. Von er á körfunum um næstu mánaðamót og stefnt að uppsetningu vallarins í framhaldinu.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt. Nefndin fagnar tilkomu vallarins og veit að hann er kærkomin viðbót við útivistarmöguleika í sveitarfélaginu.

3.Heilsueflandi samfélag.

1807002

Farið yfir kynningu á heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu. FMN hefur áhuga á að gera Voga að heilsueflandi samfélagi enda ávinningur þess ótvíræður og fjölþættur.

Afgreiðsla FMN.
Ákveðið að fara í undirbúningsvinnu með haustinu og setja málið af stað.

4.Heilsuefling eldri borgara í Vogum.

1807003

Drög að samningi um heilsueflingu eldri borgara í Vogum lögð fram og rædd. Nefndin telur mikilvægt að huga að þætti þessa aldurshóps þegar rætt er um heilsueflingu.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt. FMN vill kynna sér verkefnið frekar til að geta tekið afstöðu til málsins.

5.Viðhald sundlaugar.

1807004

Vinna við viðhald sundlaugar hefur staðið yfir undanfarnar vikur og er á lokastigi. Búið er að hleypa vatni í allar laugar og gangsetja kerfið. Kominn er nýr kaldur pottur, auk þess sem skipt hefur verið um lagnir og síur fyrir sundlaug og vaðlaug en eldri búnaður var kominn til ára sinna.

Afgreiðsla FMN.
FMN fagnar því að endurbætur sundlaugar séu komnar vel á veg.

Fundi slitið - kl. 20:20.

Getum við bætt efni síðunnar?