259. fundur
08. ágúst 2018 kl. 06:30 - 07:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Áshildur Linnet1. varamaður
Sigurpáll Árnason1. varamaður
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1807016
Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til Landsþings
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.07.2018 lagt fram, um boðun Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri, dagana 26. - 28. september 2018. Tveir kjörnir fulltrúar sækja þingið f.h. Sveitarfélagsins Voga, auk bæjarstjóra.
2.Innleiðing persónuverndarlöggjafar
1712026
Drög að samningi við Reykjanesbæ um kaup á þjónustu persónuverndarfulltrúa.
Drögin lögð fram til kynningar. Bæjarstjóra var falið á 258. fundi bæjarráðs að ganga til samninga við Reykjanesbæ um málið, unnið er að útfærslu samningsins með öðrum sveitarfélögum og stofnunum á Suðurnesjum, sem hyggjast nýta sér þjónustu Reykjanesbæjar.
3.Hafnargata 101 - fasteignin boðin til kaups
1806024
Víðimelur ehf. býður fasteignina Hafnargötu 101 til kaup, formlegt kauptilboð liggur fyrir
Tilboðið lagt fram. Vegna eðli máls er niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók.
4.Verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2
1710037
Landsnet spyrst fyrir um hvort skipan fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnaráði Suðurnesjalínu 2 sé óbreytt að afloknum kosningum.
Bæjarráð staðfestir óbreytta skipan í Verkefnaráð Suðurnesjalínu 2: Aðalmaður: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri. Til vara: Inga Rut Hlöðversdóttir, varabæjarfulltrúi.
5.Drög að reglum um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr byggðaáætlun
1808003
Lagt fram.
6.Grænbók um málefnasvið 6. Þar undir heyra hagskýrslugerð og grunnskrár ríkisins, þ.e. málefni hagstofu, þjóðskrár og landmælinga.
1807017
Lagt fram.
7.Til umsagnar, drög að frumvarpi Mál nr. S-99/2018