Fyrirhuguð uppbygging mun styðja við fjölbreyttara framboð af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu en jafnframt stuðla að verndun og varðveislu atvinnusögunnar með endurbyggingu elsta húshluta fyrrverandi fiskvinnsluhúss. Í endurbyggðum húshluta til vesturs verður gert ráð fyrir verslun- og/eða þjónustu og fjarvinnuaðstöðu (skrifstofuhótel). Í nýjum húshluta til austurs er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi með inngöngum, bíl- og hjólageymslum ásamt geymslum íbúða á jarðhæð en íbúðir verða á 2-4. hæð. Uppbygging á lóðinni styður við markmið sveitarfélagsins um fjölbreyttara búsetuform og nýtist bæjarbúum öllum vegna verslunar- og þjónusturýma.
07. maí 2025