162. fundur
27. nóvember 2019 kl. 18:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Bergur Álfþórssonaðalmaður
Birgir Örn Ólafssonaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttirvaramaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Sigurpáll Árnasonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonaðalmaður
Starfsmenn
Einar Kristjánssonritari
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Einar Kristjánssonbæjarritari
Dagskrá
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 289
1911002F
Fundargerð 289. fundar bæjarráðs er lögð fram á 162. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 289Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að sækja um byggðakvótann og er bæjarstjóra falið að sækja um sérreglur, þannig að landa megi kvótanum annarsstaðar gegn því að aflinn verði unninn hér.Bókun fundarTil máls tóku : BS, ÁE
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 289Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamninginn í eitt ár, en ítrekar lið 3.5 í samningnum.Bókun fundarIRH gerir grein fyrir vanhæfi sínu við samþykkt þessa liðar og tekur því ekki afstöðu við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 289Afgreiðsla bæjarráðs: Ekki standa til kaup á félagslegum íbúðum. Málinu að öðru leiti vísað til gerðar fjárhagsáætlunnar.Bókun fundarTil máls tóku: JHH, BBA
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 289Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 290
1911004F
Fundargerð 290. fundar bæjarráðs er lögð fram á 162. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 290Vinufundur bæjarráðs vegna yfirferðar fjárhagsáætlunnar á milli umræðna. Fjárhagsáætlun E-listans fyrir Sveitarfélagið Voga 2020 voru unnar inn i fjárhagsáætlunina 2020. Að neðan eru áherslur fjárhagsáætlunar E-lista fyrir árið 2020. Hér er gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum, niðurgreiðslu lána, lækkun fasteignaskatta og fráveitugjalds til móts við hækkun fasteignamats. Gjaldskrárbreytingar verða að mestu í samræmi við verðlagsbreytingar . Í anda lífskjarasamninga er lögð áhersla á kjarabætur til tekjulágra og lækkun skatta, leikskólagjöld lækkuð og þjónustugjöld eldri borgara taka ekki verðlagshækkunum. Sveitarfélagið Vogar stuðlar að bættri lýðheilsu og í samræmi við markmið um heilsueflandi samfélag mun verða frítt í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur verði um 20 milljónir og að veltufé frá rekstri verði um 93 milljónir sem verði nýtt til helminga til framkvæmda og til styrkingar eiginfjár sveitarfélagsins. 1. Fasteignaskattur lækkar úr 0,33% í 0,32% 2. Fráveitugjald lækkar úr 0,15% í 0,13% 3. Gjaldskrá. Almennar verðlagsbreytingar. Matarbakkar og matarskammtar í Álfagerði fyrir eldri borgara þó undarskildir, óbreytt krónutala og lækka því sem nemur verðlasgbreytingum. 4. Leikskóli, dvalargjald fyrir 8 tíma dvöl lækkar í 25.600.- tímagjald í samræmi við það fyrir allt að 8 tíma dvöl. 5. Gjaldskrá. Frítt í sund fyrir bæjarbúa, en haldið inni í áætlun 800.000.- tekjum, sem aflað verði af gestum í sveitarfélaginu. 6. Gjaldskrá. ? afsláttur af fasteignaskatti til tekjulágra - tekjuviðmið hækkuð um allt að 13% þó mismikið eftir tekjuhópum. 7. Framkvæmdir ? farið verði í endurnýjun yfirlags á Iðndal, Keilisholti og Vogagerði, kostnaðaráætlun um 30.000.000.- 8. Gert verður ráð fyrir 15.000.000.- í stígagerð á Vatnsleysuströnd, sem þó er háð styrkveitingu frá Vegagerðinni. 9. Gert verði ráð fyrir 5.000.000.- í frumathugun á fýsileika lagningu hitaveitu (og vatnsveitu) á Vatnsleysuströnd. 10. Gert er ráð fyrir að framkvæmdafé verði um 93.000.000.- Til framkvæmda verði varið samkvæmt ofanskráðu allt að 50.000.000.- og því rúmar 40.000.000.- sem nýttar verði til að styrkja einginfjárstöðu sveitarfélagsins og til niðurgreiðslu lána.
3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 291
1911006F
Fundargerð 291. fundar bæjarráðs er lögð fram á 162. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 291Afgreiðsla bæjarráðs: Uppfært skjal frá vinnufundi bæjarráðs lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir uppfærð drög að fjárhagsáætlun, og samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 291Afgreiðsla bæjarráð: Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og óskar eftir tillögum nefndarinnar um þróun og uppbyggingu á reitnum.Bókun fundarIRH gerir grein fyrir vanhæfi sínu við samþykkt þessa liðar og tekur því ekki afstöðu við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 8Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillögurnar á auglýsingatíma. Tillögurnar eru samþykktar óbreyttar og lagt til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir breytinguna með 6 atkvæðum. JHH sat hjá.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 8Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsagnarfrestur er liðinn. Lagt fram til kynningar.
5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4
1911003F
Fundargerð 4. fundar umhverfisnefndar er lögð fram á 162. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4Afgreiðsla umhverfisnefndar: Uppfæra þarf heimasíðu vegna endurvinnslutunnu. Nefndin leggur til að sorpflokkun verði samræmd milli allra stofnana sveitarfélagsins og grunnskólinn verði leiðandi í þessu verkefni. Nefndin leggur til að stofnaður verði starfshópur með fulltrúa frá hverri stofnun til að innleiða flokkunina. Nefndin sendir frá sér hvatningu til íbúa fyrir hátíðarnar á heimasíðu sveitarfélagsins með hvatningu til vistvæns hugsunarháttar um hátíðirnar.Bókun fundarTil máls tók: JHH
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4Afgreiðsla umhverfisnefndar: Málinu frestað þangað til stofnaður hefur verið starfshópur vegna flokkunarmála samanber fyrsta mál.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin hvetur forstöðumann til að útbúa umhirðuáætlun og leggja fyrir nefndina tvisvar á ári.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að halda opinn fund um umhverfismál snemma árs 2020.Bókun fundarTil máls tók: JHH
6.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82
1911001F
Fundargerð 82. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 162. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82
7.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023
1907014
Síðari umræða í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun 2020 - 2023. Staðfesting á gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir 2020. Tillaga um samþykkt um laun kjörinna fulltrúa 2020. Samþykkt um útsvarsprósentu árins 2020.
Fjárhagsáætlun 2020 - 2023 er lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu. Tillagan gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar verði 1.325 m.kr. á árinu 2020, en að heildargjöldin verði 1.266 m.kr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð 58,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er 37,7 m.kr. Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2020 - 2023 samhljóða með sjö atkvæðum. Breytingartillaga um aukinn styrk til UMFÞ um 1,5 millj. kr. þ.e. frá 1 millj. kr. í 2,5 millj. kr. Bæjarstjórn samþykkir álagningarprósentu útsvars árið 2020 skuli vera 14,52%. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2020, samhljóða með sjö atkvæðum. Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna, með sex atkvæðum. Fulltrúi L listans sat hjá.
Fjárhagsáætlunin fyrir árin 2020 - 2023 var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Bókun D listans: Heldur hefur hallað undan fæti í rekstri sveitarfélagsins á líðandi ári. Langtímaskuldir sveitarfélagsins hafa aukist um 186 miljónir á þessu ári sem koma til af annars vegar byggingu þjónustumiðstöðvar og hins vegar vegna forsendubrests sem varð í áætluðum gatnagerðargjöldum sem ekki gengu eftir. Þetta er mikil skuldaaukning ef tekið er mið af rekstri sveitarfélagsins. Hvað tillögur okkar D lista varðar getum við verið þokkalega sátt við framgang þeirra. Við lögðum til að álagningarprósenta á fasteignaskatti yrði lækkuð. Álagningarprósenta verður lækkuð úr 0,33% í 0,32%. Þarna hefðum við viljað lækka hana niður í 0,29% með þeirri lækkun hefðu álögur á fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði verið í takt við þá vísitöluhækkun sem varð á síðasta ári en ekki tekið mið af hækkun fasteignamats. Við lögðum til að útsýnispallur á hafnarsvæði færi í framkvæmd. Þarna höfum við fullan skilning á því að ekki verði ráðist í þessa framkvæmt í þessu árferði. Við lögðum til að komið yrði til móts við eldri borgara með enn frekari niðurgreiðslu á máltíðum. Matur til eldri borgara tekur ekki verðlagsbreytingum svo segja má að um lækkun sé að ræða en við viljum að jafnræðis sé gætt í niðurgreiðslu máltíða til þeirra hópa sem greiða fyrir máltíðir á vegum sveitarfélagsins. Við lögðum til að körfuboltavöllur á skólalóð yrði gerður upp. Ekki stendur til að gera það að sinni þó eitthvað eigi að flikka upp á núverandi völl, en ljóst er að hann þarfnast gagngerar endurnýjunar. Við lögðum til að settur yrði upp ærslabelgur (hoppudýna) við gamla tjaldsvæði/íþróttahús. Áætlaður kostnaður er 2 - 2,5 milljónir. Af þessu verður ekki og þykir okkur það miður. Við lögðum til að fé yrði varið í fegrun og eflingu útisvæða í sveitarfélaginu og áætlaðar eru 2,5 milljónir í það verkefni á næsta ári. Við lögðum til að gert yrði ráð fyrir fjármagni og leitað tilboða til niðurrifs gamla frystihússins og lóðin undirbúin til uppbyggingar. Þetta mál er nú komið í farveg og hefur verið vísað til skipulagsnefndar. Við lögðum til að sveitarfélagið yrði markaðssett sem vænlegur kostur fyrir fólk og fyrirtæki. Í verkefnið fer 1 miljón sem verður að mestu nýtt í netauglýsingar og vakin verði athygli fjárfesta á þjónustulóð á miðbæjarsvæðinu. Við vöktum athygli á og lögðum til að landamerki Sveitarfélagsins Voga og Grindavíkur væru óljós og gert yrði ráð fyrir fjárframlagi vegna mögulegs kostnaðar við málið. Þetta mál hefur komist í farveg inn á endurskoðun aðalskipulags. D listin styður heilshugar við þær gatna og stíga framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á næsta ári sem og athugun er varðar lagningu hitaveitu á ströndinni. Einnig styðjum við ákvörðun meirrihlutans um gjaldfrjálsan aðgang íbúa sveitarfélagins í sund og er það vel gert. Bæjarfulltrúar D lista þakka starfsfólki sveitarfélagsins, bæjarfulltrúum E lista og bæjarfulltrúa L lista fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.
Bókun L listans: Fulltrúi L listans vill koma fram þakklæti fyrir samstarfið.
Bókun E listans: Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2020 Nú liggur fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Lögð er áhersla á að styrkja eigið fé sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu innviða, m.a. viðhald gatnakerfis. Álögur á íbúa eru lækkaðar, fasteignaskattur lækkar þriðja árið í röð og þá lækkar fráveitugjald einnig. Áfram er haldið við lækkun leikskólagjalda. Í samræmi við markmið um heilsueflandi samfélag mun verða frítt í sund fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, þá mun sveitarfélagið styðja myndarlega við bakið á íþróttastarfi í Vogum. Á árinu verður farið í athugun á möguleika á lagningu hita og vatnsveitu á Vatnsleysuströnd. Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hækkar myndarlega. Bæjarfulltrúar E lista þakka starfsfólki sveitarfélagsins, bæjarfulltrúum D lista og bæjarfulltrúa L lista fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.