4. fundur
13. nóvember 2019 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Kristín Ragnarsdóttirformaður
Helga Ragnarsdóttiraðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttirvaramaður
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttiraðalmaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Eðvarð Atli Bjarnasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Vignir Friðbjörnsson
Fundargerð ritaði:Vignir Friðbjörnssonforstöðumaður umhverfis og eigna
Dagskrá
1.Sorpflokkun í Sveitarfélaginu Vogum
1911009
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Uppfæra þarf heimasíðu vegna endurvinnslutunnu. Nefndin leggur til að sorpflokkun verði samræmd milli allra stofnana sveitarfélagsins og grunnskólinn verði leiðandi í þessu verkefni. Nefndin leggur til að stofnaður verði starfshópur með fulltrúa frá hverri stofnun til að innleiða flokkunina. Nefndin sendir frá sér hvatningu til íbúa fyrir hátíðarnar á heimasíðu sveitarfélagsins með hvatningu til vistvæns hugsunarháttar um hátíðirnar.
2.Grænfána Leikskóli
1911010
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Málinu frestað þangað til stofnaður hefur verið starfshópur vegna flokkunarmála samanber fyrsta mál.
3.Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins Voga
1904015
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin hvetur forstöðumann til að útbúa umhirðuáætlun og leggja fyrir nefndina tvisvar á ári.
4.Haustverk Umhverfisdeildar
1911011
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að halda opinn fund um umhverfismál snemma árs 2020.
Nefndin sendir frá sér hvatningu til íbúa fyrir hátíðarnar á heimasíðu sveitarfélagsins með hvatningu til vistvæns hugsunarháttar um hátíðirnar.