Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
82. fundur
07. nóvember 2019 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Sindri Jens Freyssonaðalmaður
Guðrún Kristín Ragnarsdóttiraðalmaður
Tinna Hallgrímsaðalmaður
Bjarki Þór Wium Sveinssonaðalmaður
Elísabet Ásta Eyþórsdóttiraðalmaður
Starfsmenn
Daníel Arason, menningarfulltrúi
Matthías Freyr Matthíasson
Fundargerð ritaði:Daníel Arasonmenningarfulltrúi
Dagskrá
1.Landsmót 50 í Vogum 2022
1909012
Fulltrúar UMF Þróttar kynna verkefnið.
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMF Þróttar og Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður kynntu það að fyrirhugað er að sækja um að halda Landsmót 50 í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022. Ungmennafélagið þarf að hafa sveitarfélagið með sér til að geta sótt um og sveitarfélagð þarf að uppfylla ákveðnar kröfur m.a. um fjölda gesta sem hægt er að taka á móti. Frístunda- og menningarnefnd fagnar þessu verkefni og mælir með því að sveitarfélagið taki þátt í því með UMFÞ.
2.Íþróttamaður ársins 2019
1911008
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnir málið.
Frístunda- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa val á íþróttamanni ársins 2019 í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
3.Dagur félagasamtaka í Vogum 2019
1909033
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir tillögur um framkvæmd Dags félagasamtaka.
Samkvæmt tillögum frá félagasamtökum í Vogum er ákveðið að halda Dag félagasamtaka ekki oftar en annað hvert ár og þá að hausti. Næst verður dagurinn haldinn árið 2020.
4.Búnaður í Álfagerði
1910072
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir málið.
5.Menningarviðburðir haustið 2019
1911001
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir fyrirhugaða menningarviðburði haustið 2019.
Meðal viðburða má nefna tónleika með KK og Ellen, ljóðakvöld, opnun áhaldahúss og tendrun jólatrés sveitarfélagsins.
6.Hljóðkerfi í Tjarnarsal
1911002
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélagið varðandi nýtt hljóðkerfi í Tjarnarsal.
Nefndin sér þörfina á nýju hljóðkerfi og líst vel á úttektina því gott hljóðkerfi eykur notagildi salarins til muna.