Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 19. nóvember 2019 kl. 17:30 - 17:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Jens Freysson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, tillaga dags. 21.08.2019 og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 21.08.2019. Í breytingunni felst m.a. að lóðum er fjölgað um eina, gerðar breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og hámarkshæð húsa aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillögurnar hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillögurnar á auglýsingatíma. Tillögurnar eru samþykktar óbreyttar og lagt til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Til umsagnar. Breyting á reglugerð um MÁU og reglugerð um framkvæmdaleyfi

1911014

Tölvupóstur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 04.11.2019 þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í samráðsgátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsagnarfrestur er liðinn. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?