Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

141. fundur 23. janúar 2018 kl. 18:00 - 18:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 249

1712006F

Fundargerð 249. fundar bæjarráðs er lögð fram á 141. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun við viðkomandi mál.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250

1801001F

Fundargerð 250. fundar bæjarráðs er lögð fram á 141. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun við viðkomandi mál.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Erindi forsvarsmanna Voga TV dags. 22.12.2017, beiðni um fjárstyrk vegna kaupa á tækjabúnaði.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000, bókist á lið 2153-4990.
    Björn Sæbjörnsson bókar að hann telji eðlilegt að erindi frá félagasamtökum sé vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar, og afgreidd á þeim vettvangi.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, og telur að uppsetning hundagerðis sé til þess fallin að bæta aðstöðu fyrir hundahald í sveitarfélaginu. Samþykkt að vísa málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Sveitarfélagið Vogar hefur fengið úthlutað byggðakvóta (96 þorskígildistonn) fyrir fiskveiðiárið 2017 - 2018, sbr. erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21.11.2017.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til að svohljóðandi sérreglur skuli gilda um úthlutun kvótans:
    Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2. ? 3.gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.


  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Sorphirðu í sveitarfélaginu var að einhverju leyti ábótavant um jól og áramót a.m.k. í hluta sveitarfélagsins. Af því tilefni var óskað skýringa af hálfu Kölku og verktaka þess í sorphirðu.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans harmar þær vanefndir sem voru á sorphirðu í sveitarfélaginu í kringum hátíðarnar og telur þær skýringar sem gefnar hafa verið algjörlega óviðunandi.
    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, BS

    Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans harmar þær vanefndir sem voru á sorphirðu í sveitarfélaginu í kringum hátíðarnar og telur þær skýringar sem gefnar hafa verið algjörlega óviðunandi.
  • 2.5 1710024 Slit DS
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Fundargerðir 1. og 2. funda skiptastjórnar DS.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma um að eftirstöðvunum verði ráðstafað í sérstakan sjóð til uppbyggingar hjúkrunarrýma sbr. bókun í 2. fundargerð skiptastjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Gjaldskrá sveitarfélagsins er tekin fyrir að nýju, í ljósi þess að villa varð við vinnslu gjaldskrárinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8.1.2018.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að fjárhæð leigu íbúða sveitarfélagsins í Álfagerði skuli vera kr. 90.119 á mánuði, árið 2018.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Endurúthlutun lóðarinnar Lyngholt 6 (einbýlishúsalóð), þar sem sá aðili sem fékk lóðinni úthlutað ákvað að taka ekki lóðina.
    Bæjarráð samþykkir að úthluta Gísla Stefánssyni og Guðnýju Ágústu Guðmundsdóttur lóðinni, en þau höfðu einnig sótt um hana. Samkvæmt þessu er lóðin Lyngholt 8 nú laus til úthlutunar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um lóðina Lyngholt 10 (einbýlishúsalóð).

    Bæjarráð samþykkir umsóknina og úthlutar umsækjandanum lóðinni Lyngholt 10
  • 2.9 1801013 Umsókn um lóð.
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð þakkar erindið og þann áhuga sem fyrirtækið sýnir á uppbyggingu smáhýsabyggðar í sveitarfélaginu. Að svo stöddu hefur sveitarfélagið ekki svæði til úthlutunar fyrir slíka byggð. Bæjarráð vísar erindinu til frekari umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Til máls tóku: BÖÓ, IG, GK
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 250 Afgreiðsla bæjarráðs.
    Fundargerðin lögð fram.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 71

1712003F

Fundargerð 71. fundar Frístunda- og menningarenfdar er lögð fram á 141. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun við viðkomandi mál.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 71 Gefinn hefur verið út bæklingur sem inniheldur dagskrá um jól og áramót í Vogum. Farið yfir bæklinginn og helstu dagskráratriði. Rætt um íþróttamann ársins en óskað hefur verið eftir tilnefningum og verður hann útnefndur við hátíðlega athöfn á gamlársdag. Einnig rætt um hvatningarverðlaun sem veitt verða við sama tækifæri. Farið yfir núgildandi reglur um íþróttamann og hvatningarverðlaun en frestur til að tilnefna er til 15. desember.

    Afgreiðsla FMN.
    Nefndin hvetur almenning til að senda inn tilnefningar og mæta síðan á útnefninguna á gamlársdag.
    Bókun fundar Til máls tók: GK

    Bæjarstjórn færir þakkir til þeirra sem stóðu að útgáfu upplýsingabæklings um jól og áramót.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 71 Mikill kraftur hefur verið í starfsemi félagsmiðstöðvar en hún sinnir unglingum í 5.-10. bekk. Nú á t.a.m. að hafa opið í jólafríinu og sjá hvernig það gefst. Hæfileikar Samsuð eru haldnir föstudaginn 8. desember og fara þeir að þessu sinni fram í Grindavík. Félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum standa fyrir viðburðinum með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Þátttaka er góð, keppendur margir og mikill áhugi meðal unglinganna.

    Afgreiðsla FMN.
    Nefndin fagnar þessu og verður áhugavert að sjá hvernig jólaopnunin reynist.

  • 3.3 1702040 Forvarnarmál
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 71 Að undanförnu hefur borið á því að ungmenni undir aldri hafi sótt í að leigja samkomusali undir samkvæmi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur jafnvel þurft að hafa afskipti af slíku samkvæmi.
    Samsuð hefur nú sent ábendingu til umsjónarmanna slíkra samkomusala þar sem þeir eru minntir á þær reglur sem gilda um slíka starfsemi og þá ábyrgðs sem henni fylgir.
    Frístunda- og menningarfulltrúi sagði einnig frá niðurstöðum tóbakskönnunar Samsuð sem framkvæmd var á dögunum. Þar gátu ungmenni fengið keyptar sígarettur í nærri helmingi sölustaða tóbaks á Suðurnesjum. Útkoma könnunarinnar er áhyggjuefni m.t.t. forvarna.
    Ánægjulegri niðurstöður fengust í áfengissölukönnun Samsuð sem fór fram á svipuðu tímabili. Þar fékk ekkert ungmenni keypt áfengi í vínbúðum á svæðinu og er það gleðiefni.

    Afgreiðsla FMN.
    Nefndin fagnar því að Samsuð láti þessi mál sig varða. Það er fagnaðarefni að áfengissölustaðir standist prófið og jafnframt áhyggjuefni að sjá niðurstöður tóbakssölukönnunarinnar. FMN hvetur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja til að ganga í málið.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 71 Á nýju ári stendur til að setja aftur í gang vinnu við ungmennalýðræði. Ætlunin er að halda ungmennaþing þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára hittast og ræða sín hugðarefni og hagsmunamál.
    Einnig stendur til að halda sameiginlegt ungmennaþing á Suðurnesjum og yrði það gert á vettvangi Samsuð.

    Afgreiðsla FMN.
    Mikilvægt er að ungmenni geti eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins komið sínum skoðunum á framfæri. Einnig skiptir miklu máli að bæjaryfirvöld hlusti á þau sjónarmið og taki tillit til þeirra í sínum störfum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 71 Fundargerð frá Samsuðfundi 29. ágúst

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð frá Samsuðfundi 12. október

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð frá Samsuðfundi 24. október

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð frá Samsuðfundi 7. nóvember

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð frá Samsuðfundi 21. nóvember

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76

1712005F

Fundargerð 76. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 141. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun við viðkomandi mál.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram. Fræðslunefnd er hlynnt því að reglurnar öðlist gildi.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Námsskráin kynnt og yfirfarin.
    Málið verður á dagskrá að nýju á næsta fundi Fræðslunefndar og þá tekin til samþykktar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • 4.7 1711024 Starfslok.
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd færir skólastjóra þakkir fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að gengið verði frá ráðningarferli nýs skólastjóra sem fyrst.

5.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96

1712004F

Fundargerð 96. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 141. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun við viðkomandi mál.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Landeiganda er þökkuð kynningin. Nefndin mun taka til nánari athugunar þau mál sem taka m.a. á ofangreindum atriðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt er til að tillagan verði unnin áfram og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin álítur að um sé að ræða það viðamiklar breytingar að þær eigi frekar heima með heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins en ekki með þeirri breytingu sem nú stendur fyrir dyrum, sem snýr eingöngu að nýju vatnsbóli fyrir sveitarfélagið. Nefndin leggur til að erindið verði tekið til athugunar við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem bæjarstjórn tekur ákvörðun um í upphafi næsta kjörtímabils.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin samþykkir að leita eftir umsögnum hjá Skipulagsstofnun og Vegagerðinni áður en erindið er afgreitt.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tekið er jákvætt í erindið og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna hugmyndina fyrir íbúum götunnar og vinna úr breytingunni í kjölfarið.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tekið er jákvætt í erindið. Þar sem sveitarfélagið á ekki land til þessara nota þarf að kanna vilja landeigenda að heimila slíkt.

6.Grænuborgarhverfi

0712001

Drög að samkomulagi J 21 ehf. og Sveitarfélagsins Voga varðandi uppbyggingu og deiliskipulag á Grænuborgarsvæði.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Drög að samkomulagi aðila lögð fram, ásamt fylgigögnum og minnisblaði bæjarstjóra. Ítarleg umræða um málið, allir bæjarfulltrúar tóku til máls í umræðunni.
Afgreiðslu málsins frestað. Ákveðið að efna til fundar með aðilum málsins, ásamt því að leggja drög að undirbúningi ráðgjafar um málið. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrvinnslu málsins.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

7.Kosning í nefndir og ráð

1506021

Breytingar á nefndarskipan af hálfu D-lista
Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi breytingar vegna fulltrúa D-listans í nefndum:

Frístunda- og menningarnefnd:
Aðalmaður verður Baltasar Björnsson í stað Kristins Benediktssonar,sem tekur sæti varamanns.

Svæðisskipulag Suðurnesja:
Aðalmaður verður Guðbjörg Kristmundsdóttir, í stað Kristins Benediktssonar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

8.Skipun skólastjóra Stóru-Vogaskóla

1801025

Tillaga um skipun í starf skólastjóra Stóru-Vogaskóla
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Hálfdán Þorsteinsson aðstoðarskólastjóra, í stöðu skólastjóra Stóru-Vogaskóla til eins árs, frá 1. mars 2018 að telja.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn óskar nýskipuðum skólastjóra velfarnaðar í starfi.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?