Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

71. fundur 07. desember 2017 kl. 19:30 - 20:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Tinna Hallgrímsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Jól og áramót í Vogum 2017

1712001

Gefinn hefur verið út bæklingur sem inniheldur dagskrá um jól og áramót í Vogum. Farið yfir bæklinginn og helstu dagskráratriði. Rætt um íþróttamann ársins en óskað hefur verið eftir tilnefningum og verður hann útnefndur við hátíðlega athöfn á gamlársdag. Einnig rætt um hvatningarverðlaun sem veitt verða við sama tækifæri. Farið yfir núgildandi reglur um íþróttamann og hvatningarverðlaun en frestur til að tilnefna er til 15. desember.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin hvetur almenning til að senda inn tilnefningar og mæta síðan á útnefninguna á gamlársdag.

2.Starfsemi í félagsmiðstöð 2017.

1702038

Mikill kraftur hefur verið í starfsemi félagsmiðstöðvar en hún sinnir unglingum í 5.-10. bekk. Nú á t.a.m. að hafa opið í jólafríinu og sjá hvernig það gefst. Hæfileikar Samsuð eru haldnir föstudaginn 8. desember og fara þeir að þessu sinni fram í Grindavík. Félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum standa fyrir viðburðinum með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Þátttaka er góð, keppendur margir og mikill áhugi meðal unglinganna.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin fagnar þessu og verður áhugavert að sjá hvernig jólaopnunin reynist.

3.Forvarnarmál

1702040

Að undanförnu hefur borið á því að ungmenni undir aldri hafi sótt í að leigja samkomusali undir samkvæmi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur jafnvel þurft að hafa afskipti af slíku samkvæmi.
Samsuð hefur nú sent ábendingu til umsjónarmanna slíkra samkomusala þar sem þeir eru minntir á þær reglur sem gilda um slíka starfsemi og þá ábyrgðs sem henni fylgir.
Frístunda- og menningarfulltrúi sagði einnig frá niðurstöðum tóbakskönnunar Samsuð sem framkvæmd var á dögunum. Þar gátu ungmenni fengið keyptar sígarettur í nærri helmingi sölustaða tóbaks á Suðurnesjum. Útkoma könnunarinnar er áhyggjuefni m.t.t. forvarna.
Ánægjulegri niðurstöður fengust í áfengissölukönnun Samsuð sem fór fram á svipuðu tímabili. Þar fékk ekkert ungmenni keypt áfengi í vínbúðum á svæðinu og er það gleðiefni.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin fagnar því að Samsuð láti þessi mál sig varða. Það er fagnaðarefni að áfengissölustaðir standist prófið og jafnframt áhyggjuefni að sjá niðurstöður tóbakssölukönnunarinnar. FMN hvetur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja til að ganga í málið.

4.Ungmennalýðræði í Vogum

1604018

Á nýju ári stendur til að setja aftur í gang vinnu við ungmennalýðræði. Ætlunin er að halda ungmennaþing þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára hittast og ræða sín hugðarefni og hagsmunamál.
Einnig stendur til að halda sameiginlegt ungmennaþing á Suðurnesjum og yrði það gert á vettvangi Samsuð.

Afgreiðsla FMN.
Mikilvægt er að ungmenni geti eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins komið sínum skoðunum á framfæri. Einnig skiptir miklu máli að bæjaryfirvöld hlusti á þau sjónarmið og taki tillit til þeirra í sínum störfum.

5.Fundargerðir Samsuð 2017

1702031

Fundargerð frá Samsuðfundi 29. ágúst

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð frá Samsuðfundi 12. október

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð frá Samsuðfundi 24. október

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð frá Samsuðfundi 7. nóvember

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð frá Samsuðfundi 21. nóvember

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 20:50.

Getum við bætt efni síðunnar?